Skíðagöngufélagið Ullur mun leiðbeina áhugafólki um skíðagöngu í Bláfjöllum laugardaginn 12 janúar 2008.
Leiðbeiningin fer fram í skíðasporum á móts við bílastæði skammt neðan Bláfjallaskála, ef snjóalög gera það mögulegt, að öðrum kosti við Suðurgil. Leiðbeiningin hefst annars vegar kl. 12:00 og hins vegar kl. 13:00 og í seinni tímanum verður einnig sérstakur barnahópur. Fólk komi með eigin gönguskíði. Hópur félagsmanna í skíðagöngufélaginu Ulli mun sjá um leiðbeininguna.
Minnt er á Bláfjallagönguna sem verður um helgina 9.-10. febrúar en hún er liður í Íslandsgöngunni og er þátttaka öllum heimil. Keppt verður í 5, 10, og 20 km göngu í ýmsum aldursflokkum karla og kvenna.
Athugasemdir
Fór upp í Bláfjöll og náði klukkutíma í þessu fína tvöfalda spori neðan Bláfjallaskála, hugsa að hringurinn nái um 1 km. Hitti fólk sem fór í einfalda sporið upp á heiði og það var líka ánægt. Gaman verður að hitta sem flesta á morgun.
Þóroddur
Þóroddur (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:56
Vei :) Ég ætla að mæta! Hef reyndar aldrei áður heyrt um leiðbeiningu í kvenkyni eintölu... En þetta er mjög gott framtak engu að síður
Hrefna Katrín
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:58
Jæja, einhver las þá fréttina en skv. minni orðabók er leiðbeining kvenkynsorð en við getum líka notað leiðsögn. Okkur fannst ekki rétt að tala beinlínis um kennslu svona í fyrstu tilraun. Það væri vel þegið að félagsmenn sem treysta sér til verði á staðnum kl 12. Við rennum blint í sjóinn hvað varðar líkur á því að það komi einhver hópur sem vill fá leiðsögn og þá er ekki verra ef fleir en færri séu til staðar til leiðsagnar.
Þóroddur
Þóroddur (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 09:49
Það var bara fullt af fólki uppfrá í dag :) Húrra fyrir snjónum!
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 16:34
Frábær dagur í fjallinu, fannst sérstaklega gaman af því að sjá næstu kynslóð sem mun halda merki Ulls á lofti efnilegir krakkar.
Óskar Jakobsson (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.