5.1.2008 | 11:37
Hart í Bláfjöllum
Þóroddur er kominn í Bláfjöll, þar er mjög hart og varla fært nema á skíðum með stálköntum. Hins vegar hefðu verið allt aðrar aðstæður ef snjógirðingar væru til staðar.... Mjög þarfar aðgerðir að koma þeim upp!
Kveðja, Anna
Athugasemdir
Ég var að ræða við Magnús, frkstj. Blá´fj. Hann ætlar að kanna hvort mögulegt sé að leggja nokkur hundruð metra spor meðfram hlíðinni og á flata neðan við bílastæði Borgarskálans. Ef þetta tekst koma fréttir af því á heimasíðu Bláfjalla en óvíst er að það verði í dag, fylgist með og verið klár með ljósin því vonandi tekst að útbúa eitthvert æfingaspor til notkunar næstu vikuna.
Þóroddur
Þóroddur F. Þ. (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 15:09
Það er hart í Bláfjöllum en harðara er samt að skrá nýja félaga í Ull. Af hverju er hvergi gefinn möguleiki á síðunni á nýskráningum????
Eiríkur (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:27
Ja ljótt er að heyra, þessu verður að kippa í lag.
Þóroddur (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 10:46
Fór í Bláfjöll í dag, sunnudag. Þar voru mættir Einar Ísfirðingur, Trausti Sveinsson úr Fljótunum og Örn. Gengum nokkra hringi í fínu færi. Nýr snjór ofan á harðfenni þó stöku skari náði upp úr. Það er meiri en nægur snjór efst á heiðinni. Hart og gott undirlag sem stendur vonandi til vors.
K. Arnar
Arnar (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:17
Takk fyrir snöfurmannleg viðbrögð við kvörtum minni. Ullurum mun samstundis fjölga um fimm.
Eiríkur (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.