Hart í Bláfjöllum

Þóroddur er kominn í Bláfjöll, þar er mjög hart og varla fært nema á skíðum með stálköntum. Hins vegar hefðu verið allt aðrar aðstæður ef snjógirðingar væru til staðar.... Mjög þarfar aðgerðir að koma þeim upp!

 Kveðja, Anna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að ræða við Magnús, frkstj. Blá´fj. Hann ætlar að kanna hvort mögulegt sé að leggja nokkur hundruð metra spor meðfram hlíðinni og á flata neðan við bílastæði Borgarskálans. Ef þetta tekst koma fréttir af því á heimasíðu Bláfjalla en óvíst er að það verði í dag, fylgist með og verið klár með ljósin því vonandi tekst að útbúa eitthvert æfingaspor til notkunar næstu vikuna.

Þóroddur

Þóroddur F. Þ. (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 15:09

2 identicon

Það er hart í Bláfjöllum en harðara er samt að skrá nýja félaga í Ull. Af hverju er hvergi gefinn möguleiki á síðunni á nýskráningum????

Eiríkur (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:27

3 identicon

Ja ljótt er að heyra, þessu verður að kippa í lag.

Þóroddur (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 10:46

4 identicon

Fór í Bláfjöll í dag, sunnudag. Þar voru mættir Einar Ísfirðingur, Trausti Sveinsson úr Fljótunum og Örn. Gengum nokkra hringi í fínu færi. Nýr snjór ofan á harðfenni þó stöku skari náði upp úr. Það er meiri en nægur snjór efst á heiðinni. Hart og gott undirlag sem stendur vonandi til vors.

K. Arnar
 

Arnar (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:17

5 identicon

Takk fyrir snöfurmannleg viðbrögð við kvörtum minni. Ullurum mun samstundis fjölga um fimm.

Eiríkur (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband