Fínar aðstæður í bláfjöllum

Þóroddur er í bláfjöllum og þar eru fínar aðstæður til gönguskíðaiðkunar. Þannig að allir að drífa sig á skíði!

Anna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru komin alvöruspor ?

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 17:21

2 identicon

Nei það er varla nægilegru snjór til þess, ég fékk Frey formann ÍSALP sem var þarna með vélsleða til að draga spora hring í kringum leirflagið við Suðurgilið og munaði það miklu en ég var áður búinn að paufast all marga hringi. Ég held að það þurfi að snjóa aðeins meira áður en spor verða lögð með troðara. Ef ætlunin er að halda kvöldæfingu áður en snjóar meira er nauðsynlegt að hafa vélsleða til að fara hring með sporann.

Þóroddur F. Þ.

Þóroddur F. Þ. (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 19:18

3 identicon

Nú er búið að fenna vel og lengi þannig að ég hef trú á að aðstæður upp á Seljalandsdal verði mjög góðar fyrir væntanlega æfingu um næstu helgi. Við vorum á skíðum í dag inn á Golfvellinum, þræsingsveður en færið ágætt, fóttroðið en samt nokkuð gott.

Spáin fyrir næstu helgi er mjög góð þannig að við eigum von á frábærum dögum og hörku æfingu undir stjórn Åshild og Trond.

Við sendum út á morgun ítrekun varðandi þátttökuna en við vonumst að sjálfsögðu eftir því að sem flestir sjái sér fært á að mæta vestur í sæluna.

Sjáumst á næstu helgi,

Bobbi 

Kristbjörn R.Sig (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 19:49

4 identicon

Hér á Akureyri eru þessar líka fínu aðstæður, troðinn braut (með troðaða) og ljós, þannig að nú er bara fyrir sunnanfólk að drífa sig hingað norður og njóta þess að vera í almennilegri braut.

Skíðakveðja Kári

Kári Jóh. (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband