fréttir frá Ísafirði

Góðir félagar. Því miður þurfum við að fresta æfingabúðunum sem til stóð að halda á Ísafirði um næstu helgi. Eins og útlitið var gott fyrir rúmri viku, troðnar brautir og hvaðeina, þá höfum við gengið í gegnum mikla ótíð síðustu daga, þannig að nú er lítið eftir af snjónum nema fáeinar harðfennisrákir í skurðum og lautum. Við eigum því engan annan leik í stöðunni en að bíða þar til snjórinn kemur. Sem betur fer þurfum við ekki að bíða lengi, því fimmtudaginn 6. desember verður allt orðið hvítt og súper færi á Seljalandsdal. Ný dagsetning fyrir æfingabúðirnar er því 6.-9. des. Norsku þjálfararnir eru búnir að færa til flugið sitt og vonandi eigið þið líka kost á að koma þótt við verðum að hnika þessu til um hálfan mánuð. Bestu kveðjur

Heimir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ótíðin er "djöf" en lítið við því að gera. Var á Akureyri um síðustu helgi og náði að kíkja í 25 m sporið með Hólmfríði Völu og öðrum sem voru á leiðbeinendanámskeiðinu sem þar fór fram. Ég laumaði, nei tróð mér í hópinn smá stund og lærði heilmargt um tæknihliðina sem segir mér að við eigum hiklaust að standa fyrir námskeiði um þá hluti. En var sængin hlý og notalega í morgun??????? vindstopper nærfötin og skíðagallinn voru það líka í Kringlubrautinni en þar naut ég þess að vera einn, eða það hélt ég og það peppaði mig´upp í að setja mér markmiða á æfingunni og stóð við það. Gekk sem sagt 40 hringi, ýmist rétt- eða rangsælis og taldi tvöföldu staftökin á einum hringnum og voru þau 53 þannig að þið heyrið að ég er ekki lítið ánægður með mig. Tveir bílar voru á stæðinu þegar ég kom og í eitt sinn þegar ég stoppaði sem snöggvast sá ég hreifingu í öðrum bílnum og það var semsagt svefnstaður manns, hann skreið nú ekki framúr á meðan ég var á staðnum en hvað segir þetta um samfélag okkar??

Áfram Ullungar, koma svo!!!!!!!!!!!!

Þóroddur F. Þ.

Þórodur F. Þ. (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 13:13

2 identicon

Já vonandi þarf Þóroddur ekki að telja staftökin mikið lengur.  Hef reyndar ekki séð veðurspá en ég krossa fingur og vona að það haldi áfram að hríða.  Annars er spurning um að mæta með auka skíði á næstu Kringluæfingu og skrá bílbúann í félagið.

kv. hvs

hólmfríður vala (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 14:20

3 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Það er töluverður snjór í Bláfjöllum ef eitthvað er að marka vefmyndavélina. Hef nú ekki lagt í að fara og skoða en það styttist vonandi í það :)

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 25.11.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband