Skíðagöngufélagið Ullur

ullur2Skíðagöngufélagið okkar fékk nafn á félagsfundinum síðast liðin miðvikudag.  Kosið var úr nokkrum nöfnum en að endingu stóðu nöfnin Öndrur (sem merkir skíði) og Ullur eftir.  Félagsmenn völdu nafnið Ullur, en Ullur þessi var guð skíðamanna samkvæmt Snorra Eddu. Minnst er á Ull í Gylfaginningu og sagt er að hann sé sonur Sifjar og stjúpsonur Þórs.  Hann er bogamaður svo góður og skíðafær svo að engi má við hann keppast. Hann er fagur á að líta og hefur hermannalegt atgerfi og þykir gott að heita á hann í einvígi.  Já það er gott að hafa svona menn í félaginu.  ÍSÍ á eftir að samþykja nafnið en vonandi heitir félagið innan skamms Skíðagöngufélagið Ullur

Eins og fram kom í kynningu á fundinum þá Mætti Magnús Árnason og kynnti starf Bláfjallanefndar.  Magnús var jákvæður í garð skíðafélagsins og tók við nokkrum góðum ábendingum frá okkur skíðagöngumönnum um hvað mætti betur fara í fjallinu.  Jón Gauti sagði frá ferð sinni í Vasa 2006 og sýndi skemmtilegar myndir með og að lokum kom Daníel Jakobsson með nokkur góð ráð varðandi langar göngur.  Mæting á fundinn var góð enda alltaf gaman að hittast og bera saman bækur sínar.

Verið nú dugleg að æfa og biðjið Ull um snjó :)

hlýjar Ullarkveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll!

Ekki slæmt að vera orðinn  "Ullari"  Áfram Ullarar!

Kv. Óskar 

Óskar Jakobsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband