Félagsfundur miðvikudaginn 14.nóvember

Félagsfundur í Skíðagöngufélaginu verður haldinn í fundarsal Landsbankans í Holtagörðum miðvikudaginn 14.nóvember 2007 klukkan 20:00.

Fyrir liggur álit laganenfdar ÍSÍ um að nafnið "Skíðagöngufélagið" er of opið. Tillaga stjórnar er að bæta nafni aftan við Skíðagöngufélagið og hefur hún kynnt sínar 5 hugmyndir á heimasíðu félagsins. Viðbótartillögur þarf að leggja fram í upphafi þessa dagskrárliðar en síðan verður kosið um nafn. Kosningarétt hafa allir fundarmenn sem skráðir eru í félagið við upphaf fundarins.Magnús Árnason framkvæmdastjóri Bláfjallasvæðis verður gestur fundarins. Hann mun kynna félagsmönnum hvað er á döfinni, svara spurningum og taka við ábendingum. Jón Gauti Jónsson Vasafari mun segja frá reynslu sinni af Vasagöngunni, Daníel Jakobsson ræðir um undirbúning fyrir langar göngur með hliðsjón af hinum almenna gönguskíðaiðkanda og þar sem í hópnum eru menn með reynslu verður í lokin kallað eftir innskotum frá félagsmönnum.

Dagskrá fundarins:

Fundur settur

Ákvörðun um nafn skíðagöngufélagsins

Magnús Árnason kynnir starf Bláfjallanefndar

Reynslusögur – Jón Gauti Jónsson og fleiri

Undirbúningur fyrir langar göngur – Daníel Jakobsson

Önnur mál


Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.

Stjórnin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og takk fyrir góðan fund í gær.

Í gær kom fram að mótaskrá Íslandsgöngunnar væri komin inn á www.ski.is - ég get nú ekki fundið neitt þar nýrra en frá því í fyrra? Getur einhver sem hefur vald til þess birt þetta einhvers staðar?

Kveðja, Hrefna

Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 12:48

2 identicon

Takk fyrir góðan fund í gær.

Daníel sagði að það væru allir alltaf með lélegt "fatt" í Vasagöngunni. Hvað með rifluð skíði. Ef einhver hefur prófað það eða hefur heyrt af því væri gaman að heyra. Einnig hvaða skoðun menn hafa á þessum skíðum.

Svo hérna smá glaðningur í lokin.

http://www.skistar.com/parser.php?did=4:1012

Kveðja Svenni 

Sveinn Gudmundsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 23:02

3 identicon

Skal athuga með mótaskrá SKÍ

kv. vala

vala (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband