Hjólaskíðaæfing í bílastæðahúsi Kringlunnar

Rekstrarfélag Kringlunnar hefur heimilað Skíðagöngufélaginu aðgang að bílastæðapalli á 2.hæð í norðurenda Kringlunnar til hjólaskíðaæfinga. Heimildin nær þó aðeins yfir þann tíma dags sem það truflar ekki starfsemi í húsinu. Virka daga og laugardaga má t.d. ekki vera lengur en til kl.08 á morgnana. Á sunnudögum má vera til kl. 11:00. Ef bílastæðin eru ekki lokuð fyrir almenna umferð þegar mætt er að morgni, þurfa félagsmenn sjálfir að setja þar til gerðar grindur fyrir inn- og útgönguleiðir. Tekið er fram að félagsmenn bera ábyrgð á bæði sjálfum sér og öllum sínum munum, sem og þeim skemmdum sem þeir kunna að valda meðan á æfingum stendur(og ber þá að tilkynna til öryggisgæslu.

Fyrsta æfing Skíðagöngufélagsins í bílastæðahúsi Kringlunnar verður sunnudaginn 4. nóvember kl. 9:30-11:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og notfæra sér aðstöðuna og ræða framhald æfinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlaði bara að segja ykkur frá því að ég var að koma af skíðum . Fínt færi í Hlíðarfjalli, troðin 3 km hringur. Veður var mjög gott, -2°C og logn.

Bestu kveðjur í bílastæðishúsið Helgi

Helgi H. J'oh. (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:57

2 identicon

Eins og það sé ekki miklu skemmtilegra að vera á skíðum inni í bílastæðahúsi en úti í einhverjum snjó...! Eða eitthvað... Ég ætla allavega að prófa bílastæðahúsið :) Þarf að hafa með sér ljós?

Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:28

3 identicon

Í bílastæðahús Kringlunnar er allt uppljómað, svalt eins og úti og meira að segja möguleiki á mótvindi á köflum.

ÞFÞ

Þóroddur F. Þ. (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 21:59

4 identicon

Það mætu fimm, Arnar, Gerður, Mágnús, Sigurgeir og undirritaður, á æfinguna í Kringlunni í morgun og gekk bara vel, það er sov sem ekki spennandi að stjaka sér hring eftir hring en notalegt að horfa á regnskúrina fyrir utan.

ÞFÞ

Þóroddur F. Þóroddsson (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 11:36

5 identicon

Oh! Mætti klukkan níu!! Og af því að enginn var í Kringlunni tók ég Víking - Ægissíðu og lenti í slagveðursrigningu á leiðinni

Spurning um að læra á klukku fyrir næsta sunnudag

Anna (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 14:42

6 identicon

Ég gef ekki tommu eftir. Það var ég sem mætti á fyrstu æfinguna í Kringlunni en ekki Magnús   Ekki nema von að Magnús sé skráður, sá sem trúlega á  bestu mætingu á þriðjudagum.  Þrátt fyrir einhæfni þá er hægt að breyta til með því að snúa hringnum við eða fara styttri og lengri á víxl.

Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:32

7 identicon

Sigurður mætti pabbi þinn, Sigurgeir á æfinguna í Kringlunni ? Mikið helv. eruð þið líkir feðgar. Þoroddur eitthvað að flýta sér.

Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:37

8 identicon

Verður aftur æfing í Kringlunni í fyrramálið?

Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband