Nafn á félagið

Kæru félagsmenn

Nú er komið að því að velja nafn á félagið okkar. Hér til hliðar er komin skoðanakönnun með fimm valmöguleikum. Endilega takið þátt og látið í ljós skoðun ykkar. Ef einhver er með góða hugmynd að nafni þá má láta það fljóta með í kommenti hér að neðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni datt mér í hug hvort svona félag mætti ekki heita Útsynningur. Það er að vísu dálítið langt nafn en hefur ágæta tilvísun í heimasvæði félagsins, suðvesturhorn landsins, því útsynningur kemur úr suðvestri (alls staðar á landinu því landnámsmenn höfðu orðið með sér frá vesturströnd Noregs). Og ef útsynningurinn er ekki allt of hlýr getur hann skilað ágætum skíðasnjó í Bláfjöllin!

Guðm. H. (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 00:10

2 identicon

Ég hef ákveðnar efasemdir um sum af nöfnunum sem nefnd hafa verið. Sum eru smekklaust grín (Gangsterar), sum ágæt fyrir sinn hatt en ekki sérstaklega sterk sem nöfn (Sporið, Skari), sum með óljósa tilvísun (Lurkur), sum eru þegar í notkun (ótal göngufélög eru til sem heita Hrólfur eða Göngu-Hrólfur). Til eru a.m.k. tvö gömul íslensk orð sem vísa beinlínis til skíðaiðkunar, annað er nafnið Andri sem merkir skíðamaður, hitt er gamla goðanafnið Ullur en sá var guð skíðamanna m.a. Um hann er sagt að hanni hafi verið best skíðfær af öllum. Til er glæsileg mynd af honum í íslensku handriti. Nú veit ég ekki hvort þessi nöfn eru þegar í notkun í öðrum skíðagöngufélögum á landinu (svo kann vel að vera) en ef svo er ekki vildi ég gera annað hvort þessara nafna að tillögu minni. 

Hallgrímur J. Ámundason (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 09:26

3 identicon

Mér líst afarvel á tillögu Hallgríms og tilvísun í goðafræðina gerir þennan kost en áhugaverðari. Svo mætti nota sem logo einhverja útfærslu á myndinni af Ulli. Ég lagði til nafnið Lurkur, sem er fræg veðurlýsing (sbr. Gísla á Uppsölum) og merkir einnig lurkur sem skíðamenn notuðu sem staf hér áður fyrr.  Hins vegar lýst mér betur á tillögu Hallgríms. Er hins vegar ekki sammála því að nafngiftin Gangsterar sé smekklaus.

Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband