22.10.2007 | 10:03
Gallar fyrir veturinn
Erum búin að fá gott tilboð frá Bobba á Ísafirði. Hann ætlar að útvega okkur Craft galla á góðu verði. Þetta eru bæði keppnis og utayfir gallar. Þeir sem ætla að ganga á skíðum í vetur ættu að huga að þessu frábæra tilboði því það er ekki mikið úrval af gönguskíðafatnaði hér á landi.
Í fljótu bragði sýnist mér keppnisgallinn vera á 12.500, buxur á 6.500 og treyja á 6.000. Utanyfir gallinn er á bilinu 10.000-14.000, stakkurinn á 6.000-7.000 og buxurnar á 5.000-7.000.
Ég fæ stærðarprufur frá Bobba í kvöld og þeir sem hafa áhuga á að máta galla geta komið til mín í Markholt 9 Mosfellsbæ annað kvöld til kl 19:30 og svo aftur á miðvikudagskvöld þeir sem ekki komast á morgun. Annars er hægt að hafa samband við mig í síma 821-7374, ég er oftast heima.
Ef við pöntum gallana fyrir mánaðarmót þá fáum við þá um miðjan des, annars ekki fyrr en eftir áramót, svona fyrir þá sem vantar jólagjöf handa sjálfum sér:)
set inn myndir af gallanum í kvöld
kv. vala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.