Samæfing á Ísafirði og Fossavatnsganga 2008

Eftirfarandi bréf barst frá Ísafirði: 

Smá orðsending, annars vegar um samæfingu nú síðar í haust og hins vegar um Fossavatnið næsta vor.

Líkt og í fyrrahaust ætlum við Ísfirðingar að standa fyrir samæfingu á skíðum í lok nóvember. Æfingin fer fram dagana 23.-25. nóvember og verður að öllum líkindum með svipuðu sniði og síðast. Æfingin er að sjálfsögðu öllum opin, einkum því skíðafólki sem komið er til nokkurs þroska (les. eldri skíðaköppum) og hefur áhuga á þátttöku í almenningsgöngum hérlendis og erlendis. Þjálfarinn okkar frá því í fyrra, hún Åshild, er farin til Noregs en hefur áhuga á að koma og vera með okkur aftur. Við munum því að öllum líkindum neyðast til að rukka eitthvert þátttökugjald að þessu sinni, en því verður stillt í hóf eins og möglegt er. Varðandi gistingu þá verðum við aftur í samvinnu við Hótel Ísafjörð sem mun setja saman hagstætt göngugarpatilboð. Nánar þegar nær dregur. Allar frekari fyrirspurnir má senda á fossavatn@fossavatn.com

Eins og margir vita nú þegar þá verður Fossavatnsgangan 2008 haldin laugardaginn 3. maí. Þessa sömu helgi verður haldið hér í bænum afar fjölmennt Öldungameistaramót Íslands í blaki. Við viljum því eindregið hvetja væntanlega Fossavatnsfara til að draga það ekki lengur en nauðsynlegt er að festa sér gistipláss. Hægt er að hafa samband við gististaði bæjarins beint, eða hafa samband við mig á Upplýsingamiðstöð ferðamála, Ísafirði, s. 450-8060 eða í tölvupósti info@vestfirdir.is  Heimir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband