22.9.2007 | 22:46
Vel heppnað hjólaskíðamót
Í dag laugardag hélt Skíðagöngufélagið sitt fyrsta mót, hjólaskíðamót með drykkjarstöð, veitingum og verðlaunum. Það gerist ekki flottara. Veðrið var að mati okkar skíðagöngumanna bara gott, 5° hiti og hvasst. Gengnir voru 10 km, frá Sandskeiði og upp að bílastæði við Bláfjallaskála. Keppendur voru níu, allir félagar í Skíðagöngufélaginu nema sigurveigarinn í kk flokki sem kom alla leið úr Fjallabyggð, eða Siglufirði nánar tiltekið. Magnús Eiríksson gekk léttur í spori upp brekkurnar og tók sigur í kk. flokki. Í kvk. rétt marði Hólmfríður Vala varaformanninn Önnu Kristínu í spennandi endaspretti. Að lokinn göngu var boðið upp á samlokur og Topp frá Vífilfelli og verðlaun veitt. Sigurveigarar fengu áráskrift að tímaritinu Útiveru og ljósmyndabók frá Fjölva og drykkjabelti frá Everest sem á eftir að nýtast vel á æfingum í vetur. 2. sæti fékk húfur, vetlinga frá Everets og 3. sæti fékk útivistarsokka frá Sokkabúðini í Kringlunn. Ekki dónalegt þetta.
Já þetta er bara byrjunin, við hvetjum alla skíðagöngugarpa til að taka frá sömu helgi að ári og mæta galvaska á haustmótið okkar.
Takk fyrir góðan dag.
Magnús Eiríksson | 39:14 | 1951 | 1 | |
Daníel Jakobsson | 43:12 | 1973 | 2 | |
Sigurður Sigurgeirsson | 47:38 | 1964 | 3 | |
Guðmundur Arnar Ástvaldsson | 51:04 | 1976 | 4 | |
Skarphéðinn P. Óskarsson | 52:28 | 1951 | 5 | |
Hólmfríður Vala | 55:55 | 1974 | 6 | |
Anna Kristín Sigurpálsdóttir | 55:57 | 1978 | 7 | |
Björn Mar Ólafsson | 56:48 | 1947 | 8 | |
Sveinn Guðmundsson | 1:05.16 | 1949 | 9 |
Athugasemdir
Mig langar að þakka keppendum, aðstoðarfólki og klappliði kærlega fyrir ánægjulegan dag
Þetta tókst alveg frábærlega!
Anna (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.