21.9.2007 | 13:32
Hjólaskíðamótið á morgun
Jæja, nú styttist í fyrsta hjólaskíðamót Skíðagöngufélagsins. Undirbúningur hefur verið í fullum gangi í vikunni og allt að smella.
Það væri gott að sjá hverjir ætla að mæta - svona uppá það hvað Vala þarf að smyrja af samlokum . Endilega að skrá sig með því að senda tölvupóst: skidagongufelagid@hotmail.com Við hvetjum alla sem eiga hjólaskíði til að láta sjá sig, ekki endilega til að vinna eitthvað af hinum glæsilegu verðlaunum heldur upp á stemmninguna og félagsskapinn. Það er vonandi að keppnin komi félaginu okkar kortið og hugsanlega verður fjallað um hana í fjölmiðlum um helgina.
Athugasemdir
Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Á því miður ekki hjólaskíði enn og er upptekin á þessu tíma á morgun, en er búin að skrá mér sem félagi og verð með næst :)
Corinna (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 16:26
Góðan daginn vildi minna keppendur dagsins á, ef svo ólíklega vill til að einhverjir sjá þetta núna í morgunsárið, að hafa hjálma.
Sjáumst, Þóroddur form.
Þóroddur (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.