Stjórnarfundur á ferð

bílafundurStjórnin fundaði á ferð um daginn. Við skelltum okkur í vetvangsferð upp í bláfjöll.  Margar hugmyndir kviknuðu sem vonandi komast í framkvæmd og kíktum á aðstæður fyrir hjólaskíðamótið.

munið að láta í ykkur heyra ef þið viljið eitthvað leggja til málanna. kv. hvala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll þóroddur og allir aðrir göngskíðagarpar.    Ég uppgötvaði stofnun skíðagöngufélagsins seint og um síðir, og mér til mikillar ánægju. Hefði etv mátt auglýsa betur.   Vona þó að mér hafi tekist að skrá mig sem stofnfélaga.

Mér finnst reyndar Skíðagöngufélagið ágætis nafn, sem er lýsandi fyrir tilgang og markmið félagsins.  Ef menn hins vegar vilja breyta því  datt mér í hug að etv mætti kenna félagið við skíðasporin eða -brautirnar sem við erum svo háð í þessari íþrótt og láta það heita:  Spor - Sporið  - Skíðasporið - Sporgöngumenn - Sporfarar   eða eitthvað í þeim dúr.   Varpa  þessu hér fram til umræðu.

Stefni að því að mæta á rúlluskíðaæfingu við fyrsta tækifæri og  sjá hvort mér tekst að halda í við ykkur hin.  Og svo auðvitað að taka þátt í fyrsta rúlluskíðamóti Íslandssögunnar.

Með bestu kveðjum              Björn Már Ólafsson 

Björn Már Ólafsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband