23.8.2007 | 13:37
Hjólaskíðamót og þriðjudagsæfing
Ákveðið hefur verið að halda hjólaskíðamót Skíðagöngufélagsins laugardaginn 22.september. Rúllaður verður hluti af Bláfjallaafleggjaranum en nánari upplýsingar munu berast fljótlega. Sem sagt: setja 22.sept á dagatalið (höfum 23.sept til vara).
Af þessu tilefni verður næsta þriðjudagsæfing, 28.ágúst haldin á umræddum afleggjara til að prófa "brautina". Mæting er við Bláfjallaskálann klukkan 18. Látið orð út ganga, allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.