28.6.2007 | 16:15
Hjólaskíðaæfingar
Hópur fólks úr Skíðagöngufélaginu hefur verið að æfa saman á þriðjudagskvöldum. Menn og konur hittast á hjólaskíðum við Víkingsheimilið klukkan 20.00 og þaðan er rúllað, ýmist í Grafarvoginn, Elliðaárdalinn eða út á Ægissíðu. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir og þeir sem ekki eiga hjólaskíði geta fengið að prófa. Frábær æfing og frábær félagsskapur

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.