12.8.2010 | 21:56
Allir á fullu í æfingum??????
Góðan daginn, ég geri ráð fyrir að gönguskíðafólk sé á fullri ferð að þjálfa sál og líkama í sumarblíðunni og væri gaman að heyra frá ykkur hér á síðunni. Við förum að huga að föstum hjólaskíðaæfingum.
Senn líður að því að farið verður að skipta um gler í skálanum í Bláfjöllum og látum við frétta nánar af því. Ekki er búið að ganga frá deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum en það gerist vonandi fljótlega.
Búið er að auglýsa deiliskipulag Heiðmerkur og er þar gert ráð fyrir leið til að leggja skíðaspor um 7,5 km, geri ráð fyrir að stjórn félagsins tjái sig um það en við fyrstu sýn er það í samræmi við hugmyndir sem við vorum bún að kynna í tengslum við skipulagsvinnuna í sumar. Sjá www.skipbygg.is
Búið er að senda út rukkun á árgjaldinu í gegnum heimabankann og eru allir beðnir að greiða það sem fyrst.
Þóroddur F.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.