3.6.2010 | 07:43
Vinnuferð í Bláfjöll á mánudaginn 7. júní.
Farið verður í Bláfjöll á mánudaginn 7. júní og er hittast þar kl 17:30, það fer eftir veðri og vindum hvað við verðum lengi, 2-3 tíma. Ætlunin er að taka til á göngusvæðinu, í og við húsið, halda áfram að slétta skíðsporleiðina, lagfæra snjógirðingu og e.t.v. bæta við og setja upp nýja "tilraunagirðingu" . Þá verða framtíðarmálin rædd, bæði húsnæðismál og sporleið og eru allir félagsmenn hvattir til að taka þátt í ferðinni, hægt er að sameinast í bíla í gegnum spjall hér á síðunni.
Þóroddur F
Athugasemdir
Ég er að vinna til kl. 19 þennan dag svo ég kemst því miður ekki í Bláfjöll.
Hrefna (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 10:24
Sælir félagar
Daníel kemst ekki á æfinguna í dag, er fastur á fundum og bað mig að koma þeim boðum til ykkar. Ég er á fundi kl 4 í dag en kem ef ég losna í tæka tíð. Annars bara treysti ég því að þið takið vel á því.
kv.BG
Birgir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 12:52
Mætti einn og tók rólegann 15km túr.
Haraldur
Haraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.