Hjólaskíðaæfingar og hjólaskíðamót

Æfingar undir stjórn Daníels Jakobssonar verða sem hér segir á meðan annað verður ekki ákveðið, byrja á morgun.

Þriðjudaga kl. 17:30 við Víkingsheimilið í Fossvogi.

Sunnudaga kl 10:00 við Lágafellslaug í Mosfellsbæ.

Allt hjólaskíðafólk velkomið.

Stefnt er að hjólaskíðamóti á æfingatíma þriðjudaginn 8. júní við Víkingsheimilið, nánar um það síðar.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló öll og takk fyrir góða stund hjá Daníel og Völu um daginn.

Varðandi æfingar, þá finnst mér að við eigum að hafa þær markvissari. Þessi fáu skipti sem ég hef mætt, hafa menn komið og svo er bara brunað af stað og allir hamast eins og þeir geta. Vantar eh. sem veitir tilsögn, mætti setja þetta upp sem interval æfingar eða eh. fl. í þeim dúr.

Ég skal sjaldan láta mig vanta þegar sett verða markmið í æfingarnar, eh. segir til og stjórnar og þetta verða „raunverulegar æfingar“ en ekki hálfgerðar kappgöngur.

Við hljótum öll að vera sammála um að það er til lítils að hafa þetta eins og það hefur verið.

kv. Árni Tr.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 13:36

2 identicon

Sunnudagar eru hugsaðir sem lagtúrar, þá höfum við reynt að halda hópinn.

Á þriðjudögum er stefnan að vera með t.d. áfangaþjálfun.

kk dja

DJ (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 09:18

3 identicon

Fór einn í dag, það var flott, frábært veður

Næsta æfing á þriðjudag við Víking kl 17:30

Afangaþjálfun

DJ (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 13:33

4 identicon

Gott að tjá sig um fyrirkomulag æfinga en ekki má dæma æfingar sumarsins fyrirfram. Mikilvægt er að fá tilsögn í tækni og hvernig best er að haga æfingum þannig að fólk fái sem mest út úr þeim. Óhjákvæmilegt er annað en á sumum æfingum eða hluta æfinga séu menn einir á báti, sem oft er ágætt. Þá er mikilvægt að vera að gera rétta hluti og hugsa sjálfur um það en ekki vera að reyna að elta einhverja sem fara hraðar, þeir geta verið að þjálfa sig á hárréttan hátt en eru bara miklu öflugri en maður sjálfur.

Því miður komst Daníel ekki í dag vegna vinnu, Haraldur og Óli Vals fóru á sínum forsendum og ég á mínum fram og aftur innst í Fossvogsdalnum. Aðrir mættu ekki.

Þóroddur F.

Þóroddur F.

Þóroddur F.Þ. (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 19:00

5 identicon

Sæl

Ég festist því miður á fundi sem átti að vera búinn kl 17, en dróst von úr viti. Á sunnudaginn verð ég svo á Akureyri en það er mæting við Lágafellslaug kl 10. Endilega látið í ykkur heyra með mætingar.

Svo er ég kominn á þriðjudaginn.

dj (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:03

6 identicon

Í dag var síðasta badminton vetrarins, svo þá hef ég ekki lengur þá afsökun fyrir því að mæta ekki á hjólaskíðaæfingar... Kannski ég láti þá sjá mig einhvern tímann ;)

Hrefna (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 01:15

7 identicon

Ég ætla að mæta í fyrramálið, einhverjir fleiri?

Kveðja Halli

Haraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 17:52

8 identicon

Tveir mættu, ég og Óli Vals. Fórum 20km túr að Gljúfrasteini í frábæru veðri.

Fórum á þægilegu tempói 10km@50min. Endað í Sundi, frábær túr.

Haraldur

Haraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband