25.4.2010 | 14:32
Andrésar Andar leikarnir 2010
Þá er Andrésar Andar leikunum 2010 lokið, en þar kepptu 8 Ullungar. Allir stóðu sig með mikilli prýði og tveir Ullungar komu sér meira að segja á pall, Birgitta Birgisdóttir og Gústaf Darrason. Auk þess átti Ullur boðgöngusveit sem varð í 5. sæti af 10 sveitum. Ekki svo slæmt eftir snjólausann vetur!! Krakkarnir fengu aðstoð við undirbúninginn hjá Daníel og Völu og feðgunum Birgi og Gunnari.
Nánari upplýsingar um leikana má sjá á http://skidi.is/
Til hamingju krakkar
Athugasemdir
Það var frábært að sjá til krakkanna eftir nær æfingalausan vetur. Hlakka til að fylgjast með þeim næsta vor.
Þóroddur F.
Þóroddur (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.