25.4.2010 | 13:24
Fosavatnsganga á laugardaginn
Í fyrra tóku 26 Ullungar þátt í Fossavatnsgöngunni og er spurning hvort það met verður ekki slegið í ár þrátt fyrir snjóleysið hér sunnanlands. Gott væri að fá hér upplýsingar um hverjir ætla að fara. Ef einhverjir eru með laus pláss í bíl væri kjörið að láta vita af því og fylla bílana því ekki veitir af að fá fleiri til að borga bensínið.
Ég tel mig vita um eftirfarandi þátttakendur:
Björk Sig. og Gerður fara með fullan bíl á fimtudag, + tveir sem vantar far.
Daníel J. og Vala með fullan bíl af börnum.
Magnús Björnsson, pláss??
Skarphéðinn, pláss??
Þórhallur Ásmunds frá Akranesi, pláss??
Ragnhildur, pláss??
Hvað segið þið Árni Tr. Gunnl. J. Har Hilm., Kjell, Hrefna KG., Óskar, Gísli................????
Undirritaðan vantar far eða fer á bíl og tekur þá tvo sem vantar far í gegnum Björk S. og hefur þá pláss fyrir einn. Fer líkl. á föstudagsmorgun þar sem fyrirhugaður er fundur um snjóframleiðslu á skíðasvæðum Höfuðborgarsvæðisins á fimmtudagskvöld, annars e. vinnu á fimmtudag.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Við familían förum að sjálfsögðu og við erum með fullan bíl. Þetta er skemmtilegasta ganga ársins svo allir að mæta
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 17:33
Fer í bíl með Magnúsi Bj. Verðum 5 í honum (fullur bíll)
Skarphéðinn (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:41
Sæll Þóroddur
Mig vantar far fyrir stelpu frá Litháen. Veist þú um laust pláss
Kv. Sigurgeir
Sigurgeir Svavarsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.