7.4.2010 | 08:00
Enn er skíðagöngufæri a.m.k. f. norðan og vestan
Fróðlegt að fá uppl. hér frá þeim sem ætla til Húsavíkur um helgina í Íslandsgönguna/Buch, getið sameinast í bíl osvfrv. Kemst ekki sjálfur.
Sama gildir um Fossavatnsgönguna hana eiga Ullungar að taka með trompi og fjölmenna.
Eftir vefmyndavélinni í Bláfjöllum að dæma er etv. skíðafæri á sléttunni við skálann látið vita um aðstæður þar ef einhver skreppur uppeftir.
Hugsanlega er hægt að æfa á vötnum utan við borgina Reynisv., Langav., Leirvogsv. gengt Skálafelli, látið líka vita af því.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Ég er að sjálfsögðu búin að skrá mig í Fossavatnsgönguna. Húsavík freistar líka. Hver býður far á þessa tvo staði? Er að velta flugi fyrir mér, vestur, en bílfar væri ódýrara. Förum þrjú ef ekki fleiri. Eins og í fyrra verður Lyngholt 1 lagt undir Fossavatnsgönguna og sérílagi bílskúrinn undir smurbekkinn (sem einhver Ullungur ætlar að koma með). "Gömlu hjónin" verða fyrir sunnan, bíllinn til afnota. Nú skal hífa upp Ulls fánann og fjölmenna í Fossavatnið!
Já og jafnvel til Húsavíkur?
Björk 8669409
Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 18:00
Er búinn að fara tvisvar á skíði í Bláfjöll síðustu daga. Sæmilegt "grjótskíðafæri" á sléttunni og hægt að "þræða" leið inn með hlíðinni og uppá heiði. Einnig er hægt að keyra eftir slóða ca. hálfa leið upp með stólalyftunni í Suðurgili og ganga upp í Kerlingardal en þar ku vera meiri snjór. Ætla að kanna hann nánar á næstu dögum. Annars var líka flott "grjótfæri" í Laugardal í morgun, tróð mér 3 km hring á grasinu kringum Grasa- og Fjöskyldugarðinn. Bara flott
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 23:59
Það er greinilegt að menn kunna að bjarga sér í neyðinni. Gunnlaugur er ekki af baki dottinn. Fer að öllum líkindum í Fossavatnsgönguna (10 km) til þess að drekka í mig stemmninguna og hitta alla hina.
Skarphéðinn (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 20:34
Já flott hjá Gunnlaugi, er sjálfur búinn að vera í slökun eftir ferðalag yfir Sprenigsand, en stefni í Fossavatnsgönguna. Ætli maður verði ekki að taka hjólaskíðin fram áður.
Þóroddur (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.