25.3.2010 | 21:44
Bláfjöll í dag fimmtudag
Skrapp uppeftir með dót í skálann. Það er mjög trúlega hægt að fara á ferðaskíðum með hlíðum upp á heiði og austurfyrir fjöllin, það er ekki mikill snjór en ef frystir heldur hann ágætlega. Ef það bætt aðeins á væri færi á sléttunni við skálann.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Sæl öll.
Ég fór í Bláfjöllin eftir hádegið í gær. Blíða í fjöllunum og ég gekk inn í Kerlingardal. Nægur snjór fyrir þolinmóða skíðagöngumenn og fínasta færi á Heiðinni háu. Ég var einn þarna og naut mín vel. Beztu kveðjur, Jón Gunnar.
Jón Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.