19.3.2010 | 18:40
Bláfjallagangan á morgun, laugardag
Bláfjallagangan verður haldin á Siglufirði á morgun, laugardaginn 20. mars, klukkan 14.00.
Gengið verður í dalnum innan við skógræktina á Siglufirði. Keyrt er heim að Hóli, yfir brúna í átt að skógræktinni og síðan strax upp með ánni.
Lögð verður þægileg braut, 5 km hringur.
Skráning hefst við aðkomuveginn kl. 12:30.
Athugasemdir
Algjörlega ótengt Bláfjallagöngunni:
http://www.ruv.is/pistlar/gisli-kristjansson/ofurithrottir
Við erum semsagt hátekjufólk í fínum stöðum með hjartsláttartruflanir. Hafið þið heyrt aðra eins þvælu?
Ólafur (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 17:25
Vantar úrslitin úr Bláfjalla-Siglufjarða göngunni kominn Sunnudagu og kl.19.30
Ghana (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 19:24
Þessi grein er algjör snild.
Ég vona að við heimtum bráðum heim ofurmennina og konurnar sem gengu Birkebeiner í gær en þau eru föst í Osló sökum eldgoss.
Gangan gekk vel hjá þeim öllum. Óstaðfestir tímar herma að Biggi og Daníel hafi verið um 3:44 og Maron og Sandra Dís eitthvað um klst á eftir þeim. Hef ekki heyrt af Hrefnu og veit ekki um fleiri Ísl. sem gengu.
Daníel sagði þegar hann kom í mark að þetta væri ómennskt, svo erfið var gangan.
Kv. Ofur-Vala með hjarslátartruflanir sem á eftir að ganga Birken
vala (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 22:10
Hrefna var um klukkutíma á eftir Söndru
Ghana (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.