Strandagangan vel heppnuð í gær. Bláfjallagangan verður á Siglufirði.

Ullungar mættu nokkuð vel og stóðu sig vel í Strandagöngunni.

Jakob Daníelsson var í 3 sæti drengja er gengu 1 km og Anna María Daníelsdóttir 6. í 5 km göngu stúlkna. Í 10 km kepptu þær Gerður og Björk og í 20 km voru 8 Ullungar. Öll unnum við afrek með því að taka þátt ekki síst í ljósi þess hvað æfingamöguleikar hér á SV-horninu hafa verið litlir.

Já Báfjallaganga verður á Siglufirði næstkomandi lagardag. Þetta hljómar einkennilega en Bláfjallagangan er liður í Íslandsgöngunum fimm og í stað þess að fella hana niður var ákveðið að halda hana á Siglufirði. Það helgast fyrst og fremst af því að SKRR átti að halda unglingameistaramót Íslands í Bláfjöllum en mótið hefur verið flutt til Sigufjarðar vegna snjóleysis í Bláfjöllum og Ullur á að sjá um göngudagskrá mótsins. Af því tilefni fer hópur Ullunga norður og því þótti upplagt að nota ferðina og mannskapinn til að halda Íslandsgönguna-Bláfjallagönguna um leið. Gott væri að frétta af Ullungum sem gætu komið með norður og hjálpað til, einnig mun berast ósk til félagsmanna um að leggja fram meðlæti fyrir hið hefðbundna kaffisamsæti sem verður að göngunni lokinni. Meira um mótið hér á síðunni eftir vinnufund í kvöld.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Gerður mætum galvaskar í gönguna.  Verðum með troðfullan bíl af börnum og skíðum.  Rænum bakarí á leiðinni.  Komnar með gistingu í heimahúsi.

Getur einhver lánað mér Combi skíðaskó  nr. 42 (Combi = með stuðningi yfir ökklann) svo ég geti vígt nýju áburðarskíðin mín og notað riffluðu skíðin sem grjótskíði.  Skórnir fást ekki hjá Bobba fyrr en næsta vetur.  Gömlu skórnir eru fyrir fjallaskíðabindingar og nýtast þá fyrir grjótskíðin.  Nýju skóna, sem ekki eru Combi (notaðir í 10 mínútur) vil ég helst selja.   

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 19:32

2 identicon

Fer norður á Siglufjörð um 3 leytið á föstudag.  Er einn í bíl sem stendur en það er bæði skemmtilegra og ódýrara ef einhver kemur með. 

kv

Skarphéðinn

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband