Að lokinnni Vasagöngu og framundan er Strandaganga/Íslandsgangan

Athygli vekur hve misjafnlega keppendum frá Ísl. gekk samanboirð við undanfarin ár. Snjóleysið víða um land á örugglega sinn þátt í því að sumir voru talsvert  frá fyrri tímum, fólk eldist og þyngist líka. Þó er einn sem mér sýnist í fljótu bragði hafa heldur betur tekið á en það er Haraldur Hilmarsson sem gekk 2009 á 9:35 en núna í ár á 7:37 ef ég les rétt úrslitauppl. Frábært.

Strandagangan á að vera á laugardaginn og á ég von á að fréttir fari að berast frá Strandamönnum um það en þeir ná væntanlega heim í kvöld eftir góða ferð í Vasagönguna.

Við Ullungar eigum pöntuð 10 svefnpokapláss á Gistiheimilinu Borgarbraut 4 aðfaranótt laugardagsins og kostar það 2500 á mann, 3500 með sængurfötum. Nú er um að gera að safnast saman í bíla og fjölmenna norður. Það best er vitað ætla Daníel og Hólmfríður og Þóroddur, Óskar J. og Skarphéðinn volgir.  Tjáið ykkur hér á síðunni.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er til í Strandagöngu.  Þigg gistiheimilið og far með hverjum sem er.

Ég skora á Gerði Steinþórs að mæta!

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 00:45

2 identicon

Þegar litð er á árangur í Vasagöngu og hann borinn saman við annan árangur frá fyrr tíð, þá held ég að besti samanburðurinn sé í hvaða sæti göngumenn lenda en ekki tíminn.  Aðstæður eru misjafnar milli ára á keppnisdag. Þú ert að keppa við samgöngumenn. Ef göngumaður lendir neðar á lista en frá árum áður, þá er skýringin væntalega formið.  Það er mjög varasamt að bera saman tímana. Hitt er rétt að snjóleysið hefur örugglega sett stórt strik í reikninginn.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 13:45

3 identicon

Við Sandra ætlum í Strandagöngu og stefnum á að fara á laugardagsmorguninn og heim sama dag. Eru aðrir að hugsa um það og vilja vera samfó? Við þiggjum gjarnan far með öðrum en getum líka útvegað bíl.

Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:21

4 identicon

Rétt hjá þér Skarphéðinn að sætin eru líklega réttari mælikvarði.

Þóroddur F.

Þóroddur (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 18:58

5 identicon

Því miður kemst ég ekki í Strandagönguna þetta árið.  Hún er eina gangan í Íslandsgönguröðinni sem ég hef ekki enn tekið þátt í.  Hún verður að bíða betri tíma og betra forms.  Hvet alla Ullunga að fjölmenna í þær göngur sem eftir eru.  Ég mun mæta í Fossvatnsgönguna.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 15:17

6 identicon

Mér finnst nú alltaf mikilvægast við það að fara í vasagönguna o.fl að hafa sem mest gaman af þessu.  Tímin í gönguni langt frá því að vera aðalatriðið.  En ef bera á saman árangurinn sé best að bara saman % frá fyrsta manni enda hraðinn í brautini misjafn frá ári til árs.  Ég hvet svo alla til að mæta í Strandagönguna á laugardaginn.

Einar Yngvason (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 22:49

7 identicon

Sæl öll!

Ég á því miður ekki heimangengt á laugardag. Ella hefði ég komið með. Gangi ykkur vel.

 Kær kveðja,

Viðar Már.

Viðar Már (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 20:44

8 identicon

Var búin að ákveða að fara hvergi, en Björk kveikti í mér. Hefur snúist hugur og búin að láta Björk vita.  Takk fyri áskorunina, það var ótrúlega skemmtilegt í fyrra og verður áreiðanlega ekki síðra núna! Hef verið að reyna að ná í Þórodd en ekki tekist enn. Ætli hann sé ekki á fundi?

Gerður Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband