6.3.2010 | 19:23
Bláfjöll er útlit fyrir skíðafæri???
Ekki leit Bláfjallasvæðið vel út til skíðaiðkunar í morgun, asahláka, stórar tjarnir á sléttlendi og fossandi lækir frá þeim. Fór frá svæðinu um 11:30 og þá var að frysta og komin slydda. Nú um kvöldmatarleitið er komið meira en 2 stiga frost Skv. skeitum frá Bláfjöllum og spáð að kólni meira í nótt, á morgun er útlit fyrir 3 stiga frost, hægan vind og snjókomu. Hætt er við að frostið verði samt ekki nægilegt til þess að ástandið verði þannig að hægt sé að leggja spor með troðara eða vélsleða. Ég stefni hins vegar í fyrramálið í fjöllin á ferðaskíðum og mun hringja inn uppl. um ástandið sem verða þá settar hér inn. Aðrir sem kunna að hafa uppl. um skíðafæri hér á Sv-horninu mættu gjarnan koma þeim á framfæri.
Ef verulega snjóar í höfuðborginni i nótt er hugsanlegt að hægt verði að leggja spor t.d. á Golfvellinum í Garðabæ og er vel þegið að fá uppl. um það hér á síðunni.
Þóroddur F.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.