Bláfjölll í dag, þriðjudag.

 Göngubraut verður ekki tilbúin fyrr en kl. 16.

Samkvæmt tölvupósi sem ég var að fá er það  "vegna gríðalega mikillar vinnu troðaramanna að reyna halda úti brekkum á skíðasvæðinu. Verður ekki svona í vetur, en á meðan að ýtingar eru svona miklar, þá verður þetta svona. En ef að þeir klára áður, þá verður göngubrautin tilbúinn fyrr. Svo langar mig að benda þér á að hér skefur mjög mikið, bæði í gær og í dag, þannig að sporið helst betra lengur."

Hef ekki náð í leiðbeinanda til að sjá um æfingu í dag en uppl. hér um leið og það skýrist. Verð sjálfur kominn uppeftir 16:30 og verð til 18:30 og húsið allavega opið þann tíma.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Svo langar mig að benda þér á að hér skefur mjög mikið, bæði í gær og í dag, þannig að sporið helst betra lengur."

Ha?? Ég hélt það væri einmitt öfugt?

Spyr þá sem fóru í dag. Er ekki best að skauta bara?

J.E.J

Jakob (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 19:34

2 identicon

Í gær var ca. 1 km hringur um leirurnar þ.e. allt á flata.  Auðvitað er maður þakklátur fyrir að komast á skíði en brautarlögnin var ekki uppá marga fiska.  Stafafærið var afleitt þ.e. stafirnir sukku mikið í og síðan voru lögð tvö spor þannig að það var ekki möguleiki á að skauta.  Það á ekki að vera mikið mál að leggja 3-4 km æfingahring á þessu svæði og nýta betur brekkur og gilið til að fá meiri fjölbreytni í brautina.  Það sem við þyrftum að gera er að setja niður stikur sem troðaramenn geta keyrt eftir í brautarlögninni.  Mér finnst mikilvægara að hafa góðan, stuttan æfingahring á virku dögunum heldur en að vera teygja sporið eitthvað langt í burtu og uppá heiði.  það ætti frekar að vera áherslan um helgar.  En þetta er mín skoðun.

kveðja

Birgir

Birgir G (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 08:56

3 identicon

Gott innlegg Birgir. Við föum einmitt lagt áhersu á góðan hring niðri á virkum dögum, snjórinn er ennþá mikið púður og troðararnir fara niður í grjót og verða að halda sig þar sem búið er að slétta og grjóthreinsa og svo á sléttunni sjálfri. Vinnum saman að úrbótum.

Þóroddur

Þóroddur (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 18:23

4 identicon

Tek undir hvert orð hjá Birgi.  Brautarlagningin var ekki uppá marga fiska. Afleitar beygjur og engin spyrna fyrir stafi. Auk þess hefði þurft að ryðja fyrir bíla að húsi.  Ég held að við séum enn að berjast við að vera afgangsstærð hjá Bláfjallamönnum.   Það hangir ef til vill saman við það að göngumenn greiða ekki aðgang að sporinu. En mjög margt hefur verið gert vel sem vert er að hrósa þeim fyrir.

Ég get ekki orða bundist yfir Heiðmörkinni og framkvæmdum þar. Fyrir hverja er þessi útivistarparadís ? Eingöngu gróðurinn eða fuglinn fljúgandi.  Gekki í gær um gjá ekki fjarri Búrfelli í glampandi sól,miklum snjó og gríðarlega fallegu umhverfi.  Það tæki ekki langan tíma að leggja troðna braut. Nú er komin heil vika sem hefði verið hægt að nýta þar.  Ef skógræktin er hrædd við að fara með vélsleða um svæðið vegna fordæmis fyrir aðra, hvers vegna er þá ekki Heimörkini lokað fyrir allri umferð ?  Þetta er ofstæki af verstu gerð.  Ég er hlyntur náttúruvernd en ekki ofstæki í þá veru.  Við verðum að finna einhvern sem hefur skilning á þessu og geri eitthvað í málinu.  Þetta svæði er einstakt og vart fundinn betri staður á landinu þó víðar væri leitað. Við verðum að nýta þessa fáu daga á ári sem færi gefst á svæðinu.  Tölum við málsmetandi menn um okkar hugmyndir.

Kveðja

Skarphéðinn

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 09:10

5 Smámynd: gh.

Fór dálítinn hring í svartaþoku á heiðinni, kom aftur að Ullarskálanum kl. 13:25 og þá var troðarinn að leggja af stað með sporann. Það er því væntanlega komin braut núna! Þoka og blautur snjór en nóg af honum!

Guðmundur Hafsteinsson

gh., 4.3.2010 kl. 14:12

6 identicon

Rétt hjá Skarphéðni.  Við þyrftum að koma  Heiðmörkinni í gagnið.  Sú var tíðin að hægt var að skíða nálægt Elliðavatni.

Ekki er hægt að segja að árskort fjölskyldunnar hafi nýst vel í vetur.  Það eru sjálfsagt margir sem greiða fyrir aðgang að skíðalyftum, en eru ekki síður á gönguskíðum.  Ef sá Bláfjallastarfsmaður sem leggur sporið væri með gönguskíðabakteríu þá væri sjálfsagt  meira lagt upp úr spori.  Verst að árskort nýtast ekki um allt land, maður er að hendast um landið þvert og endilangt, til Akureyrar á dögunum, vestur um páska o.s.frv. og greiðir alltaf fyrir nýtt svæði.

Ætlar fólk að fjölmenna í Strandagönguna?  Það var hrikalega gaman í fyrra þrátt fyrir leiðindaveður.  Og þetta líka fína kökuhlaðborð á eftir.  Ég myndi alveg þiggja far ef fólk er á hálftómum bílum.

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 00:37

7 identicon

Nú þarf ég aðeins að leggja orð í belg varðandi Heiðmörk.

Því miður hefur verið mikið talað og lengi um að bæta aðstöðu til skíðagöngu í Heiðmörk en efndirnar orðið litlar. Sjálfur er ég nokkuð vel inni í þeim málum þar sem ég hannaði öll skilti og merkingar sem þar eru fyrir nokkrum árum. M.a. voru skiltin á heiðinni hönnuð með það í huga að að á þau væri hægt að bæta sérmerkingum um að stígarnir sem þau væri við séu aðeins ætlaðir til skíðagöngu þegar aðstæður leyfa (þið sjáið tvo hólka aftan á þeim). Síðan runnu þau af hómi með þessa þróun og ein rökin voru m.a. að stígarnir væru lagðir sem „göngustígar“ og þá væri ekki hægt að beina fólki án skíða annað. Í Heiðmörk eru hátt í 70 km af göngustígum og því er það ekkert annað en sjálfsagt að taka þó ekki væru nema 10 km. frá fyrir skíðin, þessa örfáu snjódaga á ári. Reglulega er svo rætt þarna um að leggja sérstakann stíg sem hentað gæti til skíðagöngu. Til er uppdráttur að stíg vestrlega í heiðinni sem felldur yrði í landslagið og fylltur með viðarkurli. Á hverju ári er sú hugmynd færð svo nokkur ár aftur í forgangsröðun verkefna.

Starfsmenn í Heiðmörk vinna á dagvinnutíma og því er mikið mál að fá þá til að troða spor um helgar, þegar fólk þyrpist á svæðið til útiveru.

Fyrir tveim árum ræddi ég á fundi hjá Ulli að við myndum bjóða fram vinnu okkar við að gera stígana „skíðavænni“. Það fólst m.a. í að hreinsa upp úr þeim grjót sem rispað getur og eyðilegt skíðin eins og víða er þarna og fleiri verk. Þetta strandaði á því að umsjónarmenn svæðisins töldu þegar til átti að taka, að þetta gengi ekki, því þeir væru bara í dagvinnu og gætu því ekki fylgst með hópi fólks sem ætlaði sér að vinna fyrir þá að kvöldlagi eða um helgi.

Því miður getum við varla vænst viðhorfsbreytinga á þessu annars stórkostlega útivistarsvæði á meðan núverandi starfsmenn og stjórnendur ráða þar för. Vonandi verður þar bót á sem fyrst.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband