28.2.2010 | 09:01
Skíðaspor í dag, sunnudag?
Útlit er fyrir að lokað verð í Bláfjöllum í dag vegna hvassviðris. Skárra veður er trúlega í skóginum í Heiðmörk en þar er ekki troðið með sleða, aðeins af skíðafólki sjálfu.
Færi er á túnum og golfvöllum um allan bæ en það verður fólk að troða sjálft, hugsanlegt er að spor verði lagt á Golfvellinum í Garðabæ en Auður Ebenez. og maður hennar hafa verið að kanna þann möguleika og koma þá vonandi fréttir um það hér.
Aðrir sem hafa vélsleða og spora og leggja spor eru einnig beðnir að láta vita um það hér.
Þóroddur F
Athugasemdir
Hvert stefnir fólk? Heiðmörk eða golfvöllurinn?
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.