26.2.2010 | 19:34
Fréttir úr Bláfjöllum
Mikill púðursnjór. Troðinn hringur á sléttunni tæpl. 1,5 km, skóf í sporin á köflum vindur 9-10 m/s skv. Veðurstofunni. Betra að hafa stórar kringlur á stöfum, fara annars í gegn í tvöföldu staftaki. Mjög erfitt færi utan troðna hringsins, skíða sökkva í miðjan legg en stafir á kaf.
Á morgun verður sami hringur troðinn ef veður leifir en það er lítið vit að fara uppeftir ef vindur verður yfir 10-12 m/s.
Ef veður leifir verður búið að troða hringinn kl 10, en veðurspáin er snjókoma og hvassviðir svo líklega veður ekki veður til að fara í fjöllin. Veður á sunnudag verður skárra og er stefnt að því að húsið meira opið en meira um það á morgun.
Þóroddur F
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.