Það snjóar og snjóar og snjóar......

SmileSmileSmileToungeGrin

Ágæta gönguskíðafólk loks fór að snjóa hér á horninu og er ánægulegt að sjá að 180 hafa litið inn á síðuna okkar í dag sem segir mér að fólk er að vænta frétta af skíðafæri.

Ég hef verið í sambandi við Bláfjallmenn í dag og það bendir allt til þess að ef ekki verður skafrenningur seinnipartinn á morgun að þá verði lagt spor a.m.k. umhverfis Sléttuna. Upplýsingar um það fæ ég um leið og það er ljóst og mun koma þeim hér á framfæri.

Útlit með veður um helgina lofar held ég líka góða og vonandi getum við notið þess að fara á gönguskíðin og koma skálanum í gagnið. Ef veður leifir verð ég á svæðinu milli kl 17 og 19 á morgun föstudag og stefnt er að því að manna helgina í skálanum og hafa hann opinn fyrir alla sem vilja njóta aðstöðunnar.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að fara upp eftir um hádegi í smá vinnuerindum fyrir skíðasvæðið.

M.a. ætla ég að setja upp í skálanum okkar kort yfir skíðaleiðir í o.fl. skilti víðar um svæðið sem ég er búinn að hanna fyrir skíðasvæðin.

Auðvitað verða skíðagræjurnar með og tekið vel á eftir vinnu og við sjáumst vonandi sem flest í fjöllunum seinni partinn í dag.

Svo er hér annað mál.

Undirritaður hefur verið stjarfur af spenningi yfir Olympiuleikunum á Vancover og horft á sem flestar beinar útsendingar á Eurosport.

Fljótlega sá ég að skíðalandslið Kasakstan hefur valið sér sömu búninga og við Ullungar völdum sem okkar keppnisbúninga sl. haust. Náttúrulega hafa Kasakar þá notið óvænts stuðnings frá mér í keppnum þó svo verðlaunin hafi verið fá. En í samhengi við þetta, þá var ég að spá í að ef við færum í sund eh. eftir skíði, þyrftum við þá ekki að eiga sundskýlur eins og einn frægasti Kasaki seinustu ára?

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband