Kvennaskíðaganga – Í spor Þórunnar Hyrnu

Laugardaginn 27. febrúar býðst konum kjörið tækifæri til að njóta góðrar útiveru og hollrar hreyfingar með því að skella sér í skíðagöngu í Hlíðarfjalli.          Kvennaskíðagangan – Í spor Þórunnar Hyrnu – verður nú haldin í þriðja sinn. Sem fyrr verður hægt að velja um tvær vegalengdir, 3,5 og 7 km. Upphitun hefst klukkan 12.50 en hægt er að leggja af stað á bilinu 13.00 – 13.30 og gengið er án tímatöku. Þátttökugjald er kr. 1500, frítt er fyrir 14 ára og yngri. Skíðaleiga er á staðnum og einnig er hægt að láta smyrja skíðin gegn vægu gjaldi.Skráning fer fram í gönguhúsi norðan Skíðastaða frá klukkan 12.00 eða á netfanginu hannadogg@simnet.is          Á miðri leið verður boðið upp á veitingar og þegar í mark er komið verður ýmislegt í boði, glæsileg útdráttarverðlan og fleira. Þetta er kjörið tækifæri fyrir mæðgur, vinkonur, saumaklúbba, vinnustaðahópa, hlaupahópa og fleiri að koma í fjallið og eiga skemmtilega stund saman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra húrra! Loksins snjóar :) Ætli verði hægt að ganga í Bláfjöllum um helgina?

Hrefna (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband