Könnun í ljósi snjóleysis í Bláfjöllum

1. Páll Gíslason (er á leið í opið spor í Vasa), dró spora á eftir bíl inni á Bláfellshálsi um helgina og æfði í góðu spori, hægt er að fá sporann lánaðann hjá honum (pg@pg.is) en líklega betra að hafa vélsleða til að draga sporann og kanna snjóalög og færð hjá vélsleðaleigum í Skálpanesi deginum áður í síma 618-7720.

 2. Ferðakostnaður vegna skíðaæfinga félagsmanna. SKRR óskar eftir upplýsingum frá aðildarfélögunum um hver er kostnaður foreldra við að koma börnum á æfingar norður í snjóinn það sem af er vetri og svo vegna æfinga fullorðinna. Ætlunin er að nota m.a. þessar uppl. til að sýna fram á hve brýnt er að fá snjóframleiðslu í Bláfjöllum/Skálafelli. Ullungar eru hvattir til að senda upplýsingar er þetta varðar til Hólmfríðar Völu hvala@simnet.is eða undirritaðs Doddi1@hive.is og skulum við miða við að þær berist eigi síðar en á sunnudagskvöld 21. feb. Þessar uppl. kunna líka að skipta okkur gönguskíðafólk máli.

Var að ræða við Ómar í Bljáfjöllum rétt áðan þar er aðeins föl en líklega skautasvell á sléttunni við skálann og þarf því ekki nema eitt gott él þá gæti verið færi á því, það gæti komið í nótt, fylgist því með síðunni.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti leið norður í Mývatnssveit um helgina og tók náttúrlega skíðin með.

Gisti í Kröflu og þar er mikil skíðamenning í gangi. Nokkrir starfsmenn þar eru að æfa fyrir Vasa og troða spor hvenær sem færi gefst. Ég reyndi brautina (á ferðaskíðunum að vísu) og bjargaði mér frá því að sökkva í þunglyndi eftir snjóleysi hér fyrir sunnan með því að fá þarna smá skíðaútrás.

Frábært svæði og heillandi umhverfi og það er alveg þess virði að taka langa helgi þarna fyrir norðan og skella sér svo í Jarðböðin eftir daginn.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 20:28

2 identicon

Frábært að fá þessar upplýsingar um troðnar brautir.  Hvað er sporinn þungur ? Er hann tengdur beint á dráttarkúlu ? Er ekki kominn tími á sporakaup fyrir Skíðagöngufélagið okkar ?  Er ekki rétt að fjölmenna við fyrsta tækifæri í snjó. Ef ekki fæst sleði að láta jeppa duga.  Hér er kominn vetfangur til að tilkynna um troðnar brautir.

Gekk í brautinni á Akureyri um helgina.  Þvílíkt spor og færi. Takk fyrir mig.  Fór aðeins einn hring því úthaldið er ekki meira.

Kveðja

Skarphéðinn

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 10:49

3 identicon

Ef fólk ætlar að fjölmenna til Akureyrar á gönguskíði og svigskíði þá væri gott að vita hvort hægt sé að sameinast í bíla.  Við erum þrjú hér á heimilinu að drepast úr snjóleysi.  Þetta er eins og að missa af heilli árstíð.

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 12:22

4 identicon

Danníel J er með spora heima sem hægt er að fá lánaðan það ég best veit. Hægt er að semja við vélsleðaleigu í Skálpanesi um að leigja sleða til að leggja spor, ætti ekki að taka meira 30-60 mín. Fólk verður held ég að hópa sig saman t.d. hér í gegnum síðuna frekar en félagið standi fyrir ferð, þó er það ekki útilokað ef áhugi er verulegur. Ég persónulega get ekki undirbúið lsíkt fyrir komandi helgi en fagna eff einhver er til í það.

Þóroddur F.

Þóroddur (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 16:15

5 identicon

Góðan dag

 sporinn sem ég gerði er úr áli og með teflon meiðum, svo hann er mjög léttur, 10 - 15 kg. En til að ná dýpra og betra spori þá útbjó ég kassa á hann og þyngdi á staðnum. Það er ekkert mál að draga þessa spora á jeppa, þarf samt oftast að troða slóðina fyrst, þeas fara nokkra hringi í væntanlegu spori til að fá það jafnara og betra, t.d. getur sporinn hallast ofan í hjólför í beygjum ef það er mikill lausasnjór.. sýndist mér. Vandamál við að troða með jeppa er fyrst og fremst dýpri hjólfö. 

Augljóslega ætti skíðagöngufélagið að eiga snjósleða og spora til að geta bjargað sér.  hafa menn áhuga á að slá saman í sleða, þegar sporar eru til? Sá að það var verið að selja sleða frá skíðasvæðunum um daginn..

kv

páll g

Páll Gíslason (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 08:33

6 identicon

Kaup á sleða hafa ekki verið rædd nýlega en kemur áreiðanlega til umræðu á næstunni.

Þóroddur F

Þóroddur (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 18:36

7 identicon

Páll  hvað má áætla að smíði á spora svipuðum þínum komi til með að kosta ?

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband