Góðar fréttir af Bikarmótinu

Til hamingju Gunnar Birgisson með gull í þínum flokki. Ullur átti ekki marga keppendur að þessu sinni enda ekki verið aðstæður hér sunnanlands til æfinga.

Ég fór inn á Bláfellsháls, 2,5 klst. akstur og jeppafæri síðasta spölinn. Á hálsinu sjálfum er varla hægt að tala um skíðafæri en þegar var komið upp í Skálpanes var nægur snjór, harðfenni og nýr snjór til skiptis og þyrfti að vinna snjóinn til að spora en líklega hægt að gera það með vélsleða, þ.e. búa til æfingahring ef áhugi væri á því. Nokkuð langt að fara fyrir einn æfingadag en hugmynd. Við fórum á stálkantaskíðum og gengnum tæplega 30 km en voru aðeins lengur en þau í göngunni á Akureyri.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband