Skíðafæri í Skálpanesi-upp af Bláfellshálsi- æfingaferð??

Var að tala við vélsleðaleiguna sem gerir út frá SKálpanesi, ekið upp frá Bláfellshálsi. Góð færð á bílum/jepplingum+ að skálanum þar og nægur snjór ofan við skálann og á jöklinum. Snjórinn frosinn með rennissköflum á köflum en þar sem viðmælandinn þekki ekki til skíðagöngu vildi hann ekki tjá sig um aðstæður til göngu. Ef komið er með spora er hægt að semja um að fá sleða til að leggja spor. Ef einhverjir hafa hug á að fara t.d. á laugardaginn að þá eru starfsmenn komnir á staðinn undir kl 11 um morguninn og þá væri hægt að fara með þeim í að leggja spor einhvern hring, lengd eftir því hvað það tekur langan tím en t.d 5 km hringur ætti að vera ágætt fyrir æfingu.

Ef áhugi er á þessu er best að þið ræðið það hér á síðunni.

Hef einnig fengið uppl frá vélsleðaleigunni á Mýrdalsjökli þar er mikið harðfenni/ís og ekki gönguskíðafæri.

Sjálfur stefni ég uppí Skálpanes með ferðaskíði og er ætlunin að ganga á Skriðufell ca 23-25 km fram og til baka og stefnt að því að leggja af stað á skíðunum um kl 9. Ef einhverjir vilja slást í þá för hringja þeir í mig.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband