26.1.2010 | 12:14
Bláfjallagöngunni/Íslandsgöngunni frestað vegna snjóleysis
Stjórn Skíðagöngufélagsins Ulls hefur ákveðið að fresta Bláfjallagöngunni/Íslandsgöngunni sem halda átti í Bláfjöllum 6. febrúar næstkomandi, vegna snjóleysis. Strandamenn eru að kanna möguleika á því að halda Strandagönguna/Íslandsgönguna í staðinn þann 6. febrúar en ekki er hægt að ákveða það fyrr en um næstu helgi. Fylgist því með heimasíðunni til að fá nánari upplýsingar.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Þetta er súrt. Ég sem fékk þennan fína Ullsbúning í jólgjör og ekki búinn að nota hann enn.
Minni ykkur til huggunar á að þetta hefur verið mun verra. Veturinn 2001 snjóaði ekki fyrr en í byrjun mars eftir fullkomið snjóleysi. Svo var seinasti skíðasnjór þá þann 10. apríl.
Brosum og dönsun snjódansinn á fullu. Þá bjargast þetta.
kc. Árni Tr.
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.