23.1.2010 | 23:17
Ullungar í Skíðastaðagöngunni.
Ullungar fjölmenntu í Skíðastaðagönguna á Akureyri í dag, við áttum 13 þátttakendur í öllum aldursflokkum og fóru flestir lengstu vegalengd eða 24km. Einnig var hægt að ganga 4 og 8km
Gengið var á klístri enda var hiti um 5°. Færið var hart en laus snjór í brekkum og beygjum, nokkuð erfitt fyrir þá sem ekki eru með tæknina í blóðinu.
Að lokinni göngu var boðið upp á kaffi og glæsilegt kökuhlaðborð, alveg þess virði að keyra norður og ganga nokkra km fyrir svona bakkelsi.
Næsta ganga í Íslandsgöngumótaröðinni er í boði okkar Ullunga, 6. febrúar. Skipulagning er komin á fullt en okkur vantar alltaf starfsólk til að aðstoða okkur. Endilega hafið samband ef þið getið lagt okkur lið.
Kv. Vala
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra helgi :)
Ég er til í að leggja mitt af mörkum fyrir gönguna, verð í sambandi. ..og hlakka mikið til :)
Kv
Sandra Dís (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.