18.1.2010 | 07:46
Skíðastaðaganga á Akureyri 23.
Skíðastaðagangan fer fram laugardaginn 23. janúar í Hlíðarfjalli og hefst kl. 13:00. Gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið og er tilgangurinn m.a. að hvetja almenning til þátttöku í þessari hollu íþróttagrein. Skráning hefst kl 10:30 í gönguhúsinu. Verðlaunaafhending og veitingar verða í Íþróttahöllinni kl 16:00, þar verður einnig hægt að fara í sturtu.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Skíðastaðagangan 24 km. Karlar og konur 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Þátttökugjald er 2000 krónur.
Skíðastaðagangan 8 km. og 4 km. Karla- og kvennaflokkur. Þátttökugjald 13 ára og eldri er 1.500 krónur. Þáttökugjald 12 ára og yngri 500 krónur
Allar frekari upplýsingar á www.skidi.is. Skráning og frekari upplýsingar: ganga@internet.is
 
Athugasemdir
Allavega 12 Ullungar komnir til Akureyrar nú á föstudagskvöldi. Búumst við að það verði harðfenni í keppninni en það kemur í ljós á morgun.
Hrefna og Sandra (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.