17.1.2010 | 22:22
Húsanefnd Ullar
Við Hólmfríðarnar tókum að okkur að stjórna húsanefnd. En sem komið er erum við bara tvær, Hólmfríður er formaður og Hólmfríður varaformaður.
Við ætlum að skipuleggja vaktir í húsinu okkar og hafa umsjón með þeim. Vaktirnar myndu skiptast niður á helgarnar í vetur. Vaktmaður sé um að opna húsið að morgni dags og hafa eftirlit og ganga svo frá og læsa þegar dagur er að kveldi kominn.
Ef umsjónarmenn vilja og hafa nennu til væri hægt að hafa einhverjar veitingar til sölu.
Okkur vantar fólk á listann okkar. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið okkur póst og ef þið viljið einhverja sérstaka helgi væri hægt að nefna það.
Munið nú að margar hendur vinna létt verk :)
Kv. Hólmfríður Vala hvala@simnet.is Hólmfríður Þóroddsdóttir darriogfrida@internet.is
Athugasemdir
Ég er til en ekki heila helgi í senn. Helgin 12-14 febrúar er upptekin hjá mér og helgin sem Strandaganagan verður haldin. (er að reyna að koma mér í form)
Kv
Skarphéðinn
Skarphéðinn (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.