17.1.2010 | 12:09
Fréttir úr Bláfjöllum
Formaðurinn hafði samband úr Bláfjöllum. Þar er éljagangur, komið ágætis snjólag, en mikill krapi undir á Leirunni og því varla göngufært. Vegurinn uppeftir er einnig varasamur vegna krapa.
17.1.2010 | 12:09
Formaðurinn hafði samband úr Bláfjöllum. Þar er éljagangur, komið ágætis snjólag, en mikill krapi undir á Leirunni og því varla göngufært. Vegurinn uppeftir er einnig varasamur vegna krapa.
Athugasemdir
Við Þórhildur fikruðum okkur eftir spori formannsins suður með krapanum en leituðum svo að einhverju þurrara hærra uppi. Það gekk ágætlega þó að það væri svolítið grunnt á því góða neðan til í brekkunni. Þegar við nálguðumst hornljósastaurinn var í rauninni komið besta færi. Héldum áfram upp með ljósastaurunum og svo áfram norður að vörðuðu leiðinni sem liggur austur með Kerlingarhnúk. Þar gáfumst við upp á þokunni og því að sjá ekkert nema hvítt og hafa enga hugmynd um hvort það var maður sjálfur eða jörðin sem hallaðist. Tróðum þar smáhring til að geta a.m.k. gengið í eigin spor og þegar rofaði til milli slydduéljanna voru skilyrðin alveg frábær! Fengum gott skyggni á niðurleið svo það var vandalaust að forðast grjótið. Ef þetta snjólag fær nú að frjósa vel getur það orðið afbragðsgott undirlag undir skíðasnjó vetrarins og enst fram á vor!
gh., 17.1.2010 kl. 21:20
Þarna þekki ég Ullunga rétt. Við búum okkur til aðstæður og notum það sem til er :) Höldum áfram að dansa snjódansinn.
vala (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.