Fréttir úr Bláfjöllum

Formaðurinn hafði samband úr Bláfjöllum. Þar er éljagangur, komið ágætis snjólag, en mikill krapi undir á Leirunni og því varla göngufært. Vegurinn uppeftir er einnig varasamur vegna krapa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gh.

Við Þórhildur fikruðum okkur eftir spori formannsins suður með krapanum en leituðum svo að einhverju þurrara hærra uppi. Það gekk ágætlega þó að það væri svolítið grunnt á því góða neðan til í brekkunni. Þegar við nálguðumst hornljósastaurinn var í rauninni komið besta færi. Héldum áfram upp með ljósastaurunum og svo áfram norður að vörðuðu leiðinni sem liggur austur með Kerlingarhnúk. Þar gáfumst við upp á þokunni og því að sjá ekkert nema hvítt og hafa enga hugmynd um hvort það var maður sjálfur eða jörðin sem hallaðist. Tróðum þar smáhring til að geta a.m.k. gengið í eigin spor og þegar rofaði til milli slydduéljanna voru skilyrðin alveg frábær! Fengum gott skyggni á niðurleið svo það var vandalaust að forðast grjótið. Ef þetta snjólag fær nú að frjósa vel getur það orðið afbragðsgott undirlag undir skíðasnjó vetrarins og enst fram á vor!

gh., 17.1.2010 kl. 21:20

2 identicon

Þarna þekki ég Ullunga rétt.  Við búum okkur til aðstæður og notum það sem til er :)  Höldum áfram að dansa snjódansinn.

vala (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband