12.1.2010 | 00:15
norðurferð 23-24jan
Auðvitað fjölmennum við norður í Íslandsgönguna, ekki spurning.
Ég mæli með að við förum saman á Greifann á laugardagskvöldið, jöfnum okkur eftir átök dagsins og hlöðum fyrir sunnudagsæfinguna.
Ég skal panta fyrir okkur borð, þið látið vita hvort, nei að þið viljið vera með :)
kv. Hvala
Athugasemdir
Ég hef íbúð með einu hjónarúmi og stöku rúmi í sér herb, mögul. á 1-2 dýnum á stofugólfið, allt til alls í íbúðinni.
Þóroddur F.
Skíðagöngufélagið Ullur, 12.1.2010 kl. 12:08
Sæl
Ég verð á Akureyri við æfingar þessa helgi og vildi gjarnan koma með á Greifann á laugardagskvöldinu.
Kær kveðja,
Viðar Már.
Viðar Már Matthíasson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:36
Hæ öll og gleðilegt ár :)
Við Sandra Dís ætlum norður og erum að spá í gistingu. Eru enn laus (dýnu)pláss hjá þér Þóroddur? Og ef er orðið fullt hjá þér, er þá einhver annar hér sem hefur auka dýnupláss eða herbergi fyrir tvo?
Kveðja, Hrefna.
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:47
Komið þið sæl.
Það er gott útlit fyrir Íslandsgönguna, nógur snjór og væntanlega verður 12 km langur hringur, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla í Fjallinu. ´Þetta er því frábært tækifæri til að koma og ganga í braut og ekki skemmir félagsskapurinn fyrir.
Kári (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 09:37
Sælar Hrefna og Sandra Dís, þið fáið inni í íbúðinn-hjónarúmið og Gunnlaugur er búinn að óska eftir rúmi og fær það í sér herbergi. Eins og ég sagði eru möguleikar að koma fyrir 2-3 dýnum á stofugólfinu og er það laust pláss ef einhv. hafa áhuga. Ég gisti sjálfur hjá dóttur minni.
Þóroddur F.
Þóroddur (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 17:21
Þetta líst mé wel á. Greinilega komin partýstaður :)
Hlakka til að ganga með ykkur.
kv. vala
vala (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 20:40
Það er spurning með partí, en þú mátt bóka mig á Greifann
Kv
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 22:54
Takk fyrir kærlega :) Nú fer maður bara að hlakka meira og meira til! Við ætlum að sjá til með Greifann en verðum absalút með í skíðaæfingum og partíum - eða það held ég allavega...
Kveðja, Hrefna
Hrefna (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 22:58
Kærar þakkir Þóroddur, þetta er alveg æðislegt :) Hlakka mikið til!
Sandra Dís (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 23:10
Eigum við að fara saman á bíl, Gunnlaugur, Sandra Dís og Hrefna? T.d. mínum þ.e. auðvelt að hafa skíðin í pokum á toppnum, eyðir dotlu eða ca +20 þús. kall fram og til baka. Ég væri til í að fara það tímanlega að við gætum kíkt upp í fjall um kvöldið ef áhugi er á því, þá brottför 2-3 eh. Hvað segið þið?
Þóroddur F.
Þóroddur (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 21:22
Þetta er gott boð - en ég get ekki farið svona snemma, svo það gengur kannski ekki. Býst ekki við að komast af stað fyrr en um kl. 17-18.
Hrefna (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 22:01
Hvað segið þið hin eigum við ekki að bíða eftir Hrefnu og fara saman á bíl?
Þóroddur
Þóroddur (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.