6.1.2010 | 21:05
Leit að styrktaraðila
Sæl félagar og aðrir sem heimsækja síðuna. Við erum að undirbúa kaup á númeravestum og leitum að aðila/aðilum sem er tilbúinn til að styrkja okkur gegn því að fá merki sitt á vestin og hugsanlega fleiri kynningarmöguleika. Þeir sem geta hjálpað í þessu sambandi hafi samband við undirritaðann í síma 861 9561.
Þóroddur F. Þ.
Athugasemdir
Ég vil vekja athygli Ullunga á því að nú fer fram kosning á hlaupara ársins á Hlaup.is. Svo skemmtilega vill til að ein af þeim sem tilnefnd eru í kvennaflokki er fulltrúi Ulls ,Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, sem vann Laugaveginn glæsilega og yrði sérlega vel að þessum titli komin.
Koma svo, allir að kjósa rétt.
kveðja
Eiríkur.
Eiríkur (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 22:20
Sælt veri fólkið.
Vitið þið hvort það sé einhver sjens á að komast á skíði einhver staðar núna??
Sandra Dís (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.