Færsluflokkur: Bloggar
1.2.2009 | 21:26
Skýrsla úr Íslandsgöngunni-Skíðastaðaganga
Íslandsgangan í Hlíðarfjalli hófst í ágætis veðri, nærri logn og örlítil snjókoma, núllfæri þó lofthiti væri -2.
Skýrsla um "hrakafarir" skynsemi formannsins. Ganga átti 3 x 8 km hring, fyrstu 5 km voru meira og minna á fótinn en síðan komið kærkomið rennsli inn í ljósabrautina og þar tvær mildar brekkur á fótinn.
Fyrst hringurinn af þremur gekk vel en þegar ég var hálfnaður með annan hring kom hrímþoka og var ekki nóg með að allt rinni saman í þokunni heldur kom ísing á gleraugun svo ekki var hægt að nota þau og þá voru mér allar bjargir bannaðar. Vissi hvorki upp né niður eða hvort ég væri á ferð, hvað þá hve mikilli. Ég þreifaði mig áfram í mark og hætti. Ég hefði auðvitað getað paufast ,hægar en gangandi maður, þriðja hringinn en sá engan tilgang í því. Fleiri hættu en hvort það var af nækvæmlega sömu ástæðu veit ég ekki. Keppnin og verðlaunaafhending var til fyrirmyndar af hálfu Akureyringa.
Mér sýnist að það kunni að hafa verið fleiri Ullungar en getið er um hér að ofan í keppninni þ.e. Hilmar Hjartarson (hætti), Skúli Hilmarsson 2:07:14, Haraldur Hilmarsson 2:10.05 og Kjell Hymer 2:15:48 en þeir skráðu sig aðeins sem Reykvíkinga. Nú er að setja undirbúning við Bláfjallagönguna á fullt og stefna á að fá á annað hundrað þátttakendur í öllum flokkum.
Þóroddur F.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2009 | 21:10
Stuð í dag.
Vorum snemma á ferðinni með námskeiðið og gengum því í þoku en góðu veðri. Flestir löbbuðu langt allt að 12 km.
Upp úr 1 reif hann af sér og kom þá þetta fína verður.
Krakkarnir gengu upp í gil þar sem við vorum með langstökksæfingu. nokkur persónuleg met voru slegin og kannski íslandsmet því ég veit ekki til þess að keppt hafi verið í skíðalangstökki áður :)
Fyrsta Íslandsgangan 2009 fór fram í Hlíðarfjalli í dag. Við áttum fjóra fulltrúa. Guðmundur Arnar og Hrefna Katrín keppa í flokki 16-34 ára og gengu 24km. Arnar gekk á tímanum 1:42:28 og lenti í 8. sæti en Hrefna Katrín lenti í 3. sæti á tímanum 2:21:28. Í flokki 50 ára kepptu þórhallur Ásmundsson og Þóroddur formaður, þeir fóru einnig 24km. Þórhallur kom í mark á tímanum 1:44:25 í 25. sæti. Eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá formanninum því hann skilaði sér ekki í mark. Hann hefur ekki enn sent inn skýrslu til stjórnar um hvað gerðist en það verður allt gert opinbert þegar við höfum komist til botns í málinu. Um eitthundrað þátttakendur voru skráðir til leiks. Áfram Ullur. Úrslit
Við tókum nokkrar myndir sem að við erum að reyna að koma í myndaalbúmið hér til hliðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 22:25
Laugardagurinn 31. jan
Við stefnum ótrauð á námsekið í dag laugardag. Skíðagöngunámskeiðið kl 11:00 og barnaæfing kl 13:00
Skv. Bláfjallasíðunni http://skidasvaedi.is/default.asp?catID=14 segja þeir "Nú blæs talsvert á toppnum og óvíst hvort við getum opnað stólalyftur í augnablikinu. Hinsvegar spáir lægjandi með morgni og eftir hádegi á að vera orðið mjög gott." (Skrifað kl 8:20)
Þetta á því að vera hið best mál. Við stefnum að langferð. Þ.e. að labba saman 5-10 km hring upp á heiðina há.
kv. dja og vala
Bloggar | Breytt 31.1.2009 kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 14:33
Frábær hringur í Bláfjöllum
Fjölskyldan var að koma úr Bláfjöllum. Þar er mjög skemmtilegur 5,3 km hringur sem kemur við á báðum bílastæðum og frábært spor. Fjölskyldan gekk samtals rúma 50 km, í köldu en góðu veðri.
Fríða, Darri, Heiða og Gústaf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2009 | 11:20
Skíðaspor komið í Heiðmörk og á golvöllinn í Garðabæ
Samkvæmt heimasíðu Heiðmerkur var verið að troða gönguskíðabraut í Heiðmörk. Hringurinn byrjar við Helluvatn og sem leið liggur upp á Elliðavatnsheiði og tilbaka sunnan við Myllulækjartjörn.
Samkvæmt heimasíðu GKG hefur verið troðin skíðagöngubraut um golfvöllinn og er hún Garðabæjarmegin á landi GKG. Hægt er að leggja bílum við golfskálann eða æfingasvæðið og skemmta sér með skíðagöngu á meðan snjórinn dugar.
Verið er að kanna möguleika á að fá að spora á Korpúlfsstaðavelli.
Er einhver með vélsleða og gæti farið út með spora?
Þóroddur F.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2009 | 23:05
Myndir frá Ullarmótinu
Setti inn myndaalbúm frá Ullarmótinu sem Kristján Sæmundsson sendi okkur.
Fleiri myndir koma vonandi síðar.
d
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2009 | 22:37
Íslandsgangan á Akureyri
Á Laugardaginn verður 1. Íslandsgangan af 5 haldin á Akureyri. Hinar göngurnar eru Bláfjöllum, Húsavík, Hólmavík og sú síðasta á Ísafirði. Ullungar eru hvattir til að mæta til leiks og sýna hvað við eigum stórt og flott félag. Það er hægt að ganga allt frá 1 km upp í 24km svo að þetta er fyrir alla.
Ég er sannfærð um að við fáum heimsókn til baka frá Akureyringum þegar við höldum okkar göngu. Látið í ykkur heyra ef þið ætlið norður, kannski hægt að sameinast um bíla og gistingu.
Fór í Bláfjöllin í dag. Það var 2km hringur á Leirunni. Snjómugga svo það fennti aðeins í sporið en annars bara mjög flott.
kv. Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2009 | 17:43
Bikarmót á Ísafirði 6-8 feb.
BIKARMÓT SKÍÐASAMBANDS ÍSLANDS Í SKÍÐAGÖNGU
Bikarmót SKÍ í skíðagöngu verður haldið á Seljalandsdal við Ísafjörðdagana 6. 8. febrúar næstkomandi. DAGSKRÁ:Föstudagur 6.febrúar
kl. 19:00 Sprettganga frjáls aðferð, hópstart. Allir flokkar ganga 1x1,2 km, tímataka, ekki útsláttur Fararstjórafundur í Skíðheimum að keppni lokinniLaugardagur 7. febrúar Íslandsmeistarmót í lengri vegalengd, 17 ára og eldri
kl. 12:00 Keppt með hefðbundinni aðferð, einstaklingsstart Karlar 20 ára og eldri 30,0 km (4x7,5) Konur 17 ára og eldri 10,0 km.(3x3,3)Piltar 17-19 ára 15,0 km. (2x7,5) Stúlkur 15-16 ára 6,6 km. (2x3,3)Piltar 15-16 ára 10,0 km. (3x3,3) Stúlkur 13-14 ára 3,3 km.Piltar 13-14 ára 3,3 km.Sunnudagur 8. febrúar , Íslandsmeistaramót í skiptigöngu, 17 ára og eldri
kl. 12:00 Tvíkeppni. Hópstart, fyrri hringur genginn með hefðbundinni aðferð, sá síðari með frjálsri aðferð. ATH: Ekkert hlé er á milli hringja. Karlar 20 ára og eldri 5,0+5,0 km. Konur 17 ára og eldri 2,5+2,5 km.Piltar 17-19 ára 5,0+5,0 km. Stúlkur 15-16 ára 2,5+2,5 km.Piltar 15-16 ára 2,5+2,5 km. Stúlkur 13-14 ára 2,5+2,5 km.Piltar 13-14 ára 2,5+2,5 km. Þátttökutilkynningar berist fyrir kl. 20:00 miðvikudaginn 4. febrúar ítölvupósti, nupur@nupur.is , nánari upplýsingar, Kristbjörn s: 896 0528 Gisting: Hótel Ísafjörður s: 456-4111 Matur: Hótel Ísafjörður s. 456-4111 Gamla Gistihúsið s: 456-4146 Hamraborg s. 456-3166 Skíðaskálinn Tungudal s: 860-5560 Thai Koon s. 456-0123 Litla gistihúsið s: 865-0178Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 14:41
Námskeið í kvöld, -3° og 11 m á sek.
Við stefnum ótrauð á námskeið kl: 19 í kvöld.
Námskeið í meðhöndlun skíða á eftir.
Gott að setja áburð undir áður en mætt er Swix blár extra eða Rode Mulitgrade fjólublár ætti að vera nokkuð öruggt.
dja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 20:08
Úrslit í fyrsta innanfélagsmóti Ullar!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)