Myndir frá Bláfjallagöngunni

Myndir frá Bláfjallagöngunni eru komnar inn í myndaalbúmið

Íslandsgangan/Bláfjallagangan 20. mars 2010, haldin á Siglufirði. ÚRSLIT

ÍSLANDSGANGAN

20 km karlar 16-34 ára

1Andri Steindórsson1.09.02

20 km karlar 35-49 ára
1Sigurbjörn Þorgeirsson1.12,00
2Birkir Þ. Stefánsson1.13,11
3Axel Pétur Ásgerisson1.16,47
4Einar Ágúst Yngvason1.20,04
5Gunnar Þorgeirsson1.49,44
6Kristján Hauksson 
 20 km karlar 50 ára og eldri
1Magnús Eiríksson   1.16,06
2Marselíus Sveinbjörnsson1.25,16
3Kristján R Guðmundsson1.36,24
4Rósmundur Númason1.37,10
5Kristján Sæmundsson2.03,10
6Þórhalldur Sveinsson2.03,56
7Gísli Óskarsson2.23,00
 20 km konur 16-34 ára
1Svava Jónsdóttir1.30.53
 20 km konur 50 ára og eldri
1Guðrún Pálsdóttir1.44,46
2Gerður Steinþórsdóttir2.13,37
3Vilborg Guðmundsdóttir2.16.11
4Bryndís Kristjánsdóttir2.24,30

 Bláfjallagangan 10 km karlar 16-34 ára

1Brynjar Leó Kristinsson33,01
2Pavels Ribakovs33,02
3Óskar Jakopsson41,15
4Björn Þór Ólafsson46,41
5Hafsteinn Guðjónsson54,15
6Sveinn Sveinssonhætti
 Bláfjallagangan 10 km konur 16-34 ára
1Anna M Helgadóttir1.01,54
  Bláfjallagangan 5 km konur
1Tinna Kristjánsdóttir29,02
2Helga Stefánsdóttir31,3
3Björg Friðriksdóttir43,09
4Eygló Stefánsdóttir1.28,11
 Bláfjallaganga 5 km karlar
1Þorgeir Örn Sigurbjörnsson23,01
2Númi Rósmundsson23,16
3Eggert Geir Axelsson32,52
4Helgi Kjartansson32,54
5Guðmundur Þorgeirsson1.14,43
 

Bláfjallagangan á morgun, laugardag

Bláfjallagangan verður haldin á Siglufirði á morgun, laugardaginn 20. mars, klukkan 14.00.

Gengið verður í dalnum innan við skógræktina á Siglufirði. Keyrt er heim að Hóli, yfir brúna í átt að skógræktinni og síðan strax upp með ánni.

Lögð verður þægileg braut, 5 km hringur.

Skráning hefst við aðkomuveginn kl. 12:30.

 


Unglingameistarmót og Bláfjallagangan á Siglufirði

Óskar og Þóroddur eru farnir á Siglufjörð að undirbúa Unglingameistarmótið og Bláfjallagönguna.

Unglingameistaramótið var sett í kvöld í Siglufjarðarkirkju.  135 ungmenni eru skráð til leiks í alpa- og norrænumgreinum.

Gangan hefst á morgun kl 14:00. Þá keppa allir flokkar í frjálsri aðferð, þ.e. þá má skauta.

Ullur á einn keppanda á mótinu. Það er Gunnar Birgisson unglingalandsliðsmaður. Við óskum Gunnari góðs gengis og sendum honum góða strauma.

Vala


Gunnar Birgisson ungum og öldnum, góð fyrirmynd

Gunnar var að keppa í gær í Halvbirken sem er s.s. hálf Birkebeinaganga eða 28 km.  Byrjað er á Sjusöen og endað á Birkebeina olympíuleikvanginum í Lillehammer.  Gunnar er 15 ára og keppti í flokki karla 16-39 ára.  Hann stóð sig með sóma og endaði í 17 sæti af 90 keppendum í þessum flokki. 

Til hamingju með þetta Gunnar.

Þóroddur F.


Íslandsgangan - Bláfjallagangan 2010

Báfjallagangan/Íslandsgangan verður, vegna snjóleysis í Bláfjöllum, haldin á skíðasvæði Siglufjarðar laugardaginn 20. mars.

 

Gangan hefst kl. 14:00 og keppt í eftirfarandi flokkum.

 

20 km karla og kvenna, 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Þátttökugjald kr 2000.

Verðlaun: Fyrstu 3 í öllum flokkum.

 

10 km 13 ára og eldri. Þátttökugjald kr. 1500.

Verðlaun: Fyrstu 3 karlar og fyrstu 3 konur.

 

5 km, allir sem vilja: Þátttökugjald kr. 500 fyrir 8 ára og eldri.

Viðurkenning fyrir þátttöku.

 

Vegna undirbúnings er æskilegt að sem flestir skrái sig fyrirfram með tölvupósti á netfangið  Doddi1@hive.is eða í síma 861 9561.

 

Skíðagöngufélagið Ullur.


Strandagangan vel heppnuð í gær. Bláfjallagangan verður á Siglufirði.

Ullungar mættu nokkuð vel og stóðu sig vel í Strandagöngunni.

Jakob Daníelsson var í 3 sæti drengja er gengu 1 km og Anna María Daníelsdóttir 6. í 5 km göngu stúlkna. Í 10 km kepptu þær Gerður og Björk og í 20 km voru 8 Ullungar. Öll unnum við afrek með því að taka þátt ekki síst í ljósi þess hvað æfingamöguleikar hér á SV-horninu hafa verið litlir.

Já Báfjallaganga verður á Siglufirði næstkomandi lagardag. Þetta hljómar einkennilega en Bláfjallagangan er liður í Íslandsgöngunum fimm og í stað þess að fella hana niður var ákveðið að halda hana á Siglufirði. Það helgast fyrst og fremst af því að SKRR átti að halda unglingameistaramót Íslands í Bláfjöllum en mótið hefur verið flutt til Sigufjarðar vegna snjóleysis í Bláfjöllum og Ullur á að sjá um göngudagskrá mótsins. Af því tilefni fer hópur Ullunga norður og því þótti upplagt að nota ferðina og mannskapinn til að halda Íslandsgönguna-Bláfjallagönguna um leið. Gott væri að frétta af Ullungum sem gætu komið með norður og hjálpað til, einnig mun berast ósk til félagsmanna um að leggja fram meðlæti fyrir hið hefðbundna kaffisamsæti sem verður að göngunni lokinni. Meira um mótið hér á síðunni eftir vinnufund í kvöld.

Þóroddur F.


Strandagangan 13. mars 2010, spáð hlýju 6 m/s og rautt klístur

 

Strandagangan verður haldin í Selárdal laugardaginn 13. mars 2010 Keppt verður í eftirfarandi flokkum: 

Stelpur/Strákar 1 km. Konur/Karlar 5 km eða 10 km.   

20 km Íslandsgangan þar er flokkaskipting:                        

Konur/Karlar 16-34, 35-49 og 50 ára og eldri. 

Ræst verður í 1 km gönguna kl. 12.20 og í aðrar vegalengdir kl. 13.00.    1 km gangan er eingöngu ætluð keppendum 10 ára og yngri.  Þrír fyrstu keppendur í hverjum flokki og vegalengd fá glæsilega bikara og aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna.  Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík styrkir gönguna með kaupum á  verðlaunagripum.  Sá sem er fyrstur í mark í 20 km. göngunni hlýtur að launum veglegan farandbikar sem gefinn var af Heilbrigðisstofnun Hólmvíkur til minningar um Sigfús Ólafsson heimilislækni.  Einnig verður keppt í sveitakeppni í öllum vegalengdum.  Sveitakeppnin fer þannig fram að 3 einstaklingar í sömu vegalengd mynda lið og gildir samanlagður tími þeirra í sveitakeppninni.  Þrjár efstu sveitirnar í hverri vegalengd fá verðlaunapeninga fyrir sæti.  Skráning fer fram á staðnum milli kl. 11.30-12.20, en til að auðvelda vinnu við skráningu geta menn sent skráningar og fyrirspurnir á netfangið sigrak@simnet.is, eða í síma: 8933592 (Ragnar) eða 8921048 (Rósmundur).  Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri og kr. 500 fyrir 15 ára og yngri. 


Að lokinnni Vasagöngu og framundan er Strandaganga/Íslandsgangan

Athygli vekur hve misjafnlega keppendum frá Ísl. gekk samanboirð við undanfarin ár. Snjóleysið víða um land á örugglega sinn þátt í því að sumir voru talsvert  frá fyrri tímum, fólk eldist og þyngist líka. Þó er einn sem mér sýnist í fljótu bragði hafa heldur betur tekið á en það er Haraldur Hilmarsson sem gekk 2009 á 9:35 en núna í ár á 7:37 ef ég les rétt úrslitauppl. Frábært.

Strandagangan á að vera á laugardaginn og á ég von á að fréttir fari að berast frá Strandamönnum um það en þeir ná væntanlega heim í kvöld eftir góða ferð í Vasagönguna.

Við Ullungar eigum pöntuð 10 svefnpokapláss á Gistiheimilinu Borgarbraut 4 aðfaranótt laugardagsins og kostar það 2500 á mann, 3500 með sængurfötum. Nú er um að gera að safnast saman í bíla og fjölmenna norður. Það best er vitað ætla Daníel og Hólmfríður og Þóroddur, Óskar J. og Skarphéðinn volgir.  Tjáið ykkur hér á síðunni.

Þóroddur F.


Krapi í bláfjöllum

Var að fá skilaboð frá formanninum sem er staddur í Bláfjöllum að því miður er ekki skíðafæri. Það er krapi út um allt.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband