Buchgangan: Gerður Steinþórsdóttir

 

Buchgangan 28. mars 2009 og stutt æviágrip Buch, sem stofnaði skíðaskóla á Húsavík.

Það var rok á Reykjaheiði fyrir ofan Húsavík og því gangan færð í Aðalhraun fyrir sunnan flugvöllinn, en hraunið er kjarri vaxið. Þar hafði verið lögð 5 km braut. Þátttakendur voru alls 52 og tóku flestir þátt í 20 km, eða 32 talsins. Fjórir Ullungar voru mættir; Þórhallur Ásmundsson, Vilborg Guðmundsdóttir og Gísli gleðigafi Óskarsson, auk mín. Eiríkur skipstjóri Sigurðsson, sem er Húsvíkingur, var reyndar skráður Ullungur, en ekki alveg sáttur við það. - Töluvert frost var en í  hrauninu var gott skjól og brautin glögg.

Á eftir var kaffi og meðlæti í íþróttahúsinu og þar fór fram verðlaunaafhending. Sævar Birgisson frá Ísafirði var  sigurvegari. Ég spurðist fyrir um Buch sem gangan er kennd við. Hann var Norðmaður og hét Nikulas Buch (1766 - 1806). Hann kom til Íslands um 1790 þegar fyrstu hreindýrin voru flutt hingað til lands. Hann settist að á Húsavík og stofnaði þar fyrsta skíðaskóla landsins. Þá sögu heyrði ég að hann hefði farið upp á Húsavíkurfjall og rennt sér niður af því. Húsvíkingar undruðust mjög að hann skyldi koma standandi niður. Árið 2005 var ákveðið að ein af Íslandsgöngunum yrði á Húsavík. Þá var það að Vilhjálmur Pálsson íþróttakennari kom með þá hugmynd að gangan yrði kennd við Buch.

Þá er Fossavatnsgangan eftir en hún er hápunktur Íslandsgöngunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband